Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Merkingar

Um merkingar plöntuverndarvara gilda:

  • A.    Reglugerð nr. 415/2014 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, sem byggir á CLP reglugerð Evrópusambandsins nr. 1272/2008.
  • B.   Reglugerð nr. 544/2015 sem innleiðir reglugerð (ESB) nr. 547/2011 um kröfur til merkinga á plöntuverndarvörum.
  • C.   Fyrir plöntuverndarvörur sem hafa hlotið tímabundna skráningu skv. II. ákvæði til bráðabirgða í efnalögum nr. 61/2013 gilda reglugerðir nr. 415/2014 og reglugerð nr. 1002/2014 um gagnkvæma viðurkenningu á tilteknum markaðsleyfum fyrir plöntuverndarvörum.    

Mikilvægt er að þeir sem setja plöntuverndarvörur á markað hér á landi kynni sér vel sérstök ákvæði um merkingar á plöntuverndarvörum sem koma fram í reglugerð (ESB) nr. 547/2011.

Hér að neðan eru teknar saman staðlaðar setningar á íslensku sem eru skilgreindar í reglugerðinni og koma sem viðbót við hættu- og varnaðarsetningar sem kveðið er á um í reglugerð nr. 415/2014 (ESB) nr. um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna þegar um er að ræða plöntuverndarvörur.

Staðlaðar setningar vegna sérstakra áhættu eða varúðarráðstafana fyrir plöntuverndarvörur á íslensku.