Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Innihaldsefni

Eingöngu má framleiða eða flytja inn þvotta- og hreinsiefni ef fullkomið lífrænt niðurbrot yfirborðsvirkra efna þeirra er a.m.k. 60% á 28 dögum ákvarðað með tilvísunaraðferðum sem taldar eru upp í III. viðauka reglugerðar ESB. Þessi krafa gildir um anjónísk, katjónísk, ójónísk og amfóterísk efni.  

Frá og með 30. júní 2013 tóku gildi takmarkanir um heildarinnihald fosfórs (fosföt, fjölfosföt og fofónöt) í þvottavélaefnum sem seld eru almenningi. Heildarinnihaldið má ekki vera jafnt og eða meira en 0,5 gr í ráðlögðum skammti til notkunar í hörðu vatni miðað við staðalþvott* sbr. VII. viðauka reglugerðar (EB) nr. 648/2004. Takmarkanir um fosfór í uppþvottavélaefnum sem seld eru almenningi tóku svo gildi 1. janúar 2017 og má heildarinnihald fosfórs nú ekki vera jafnt og eða meira en 0,3 gr miðað við staðlaðan skammt sbr. VII. viðauka.

* Staðalþvottur í þvottavél er 4,5 kg af þurrum þvotti þegar um er að ræða þvottaefni fyrir mjög óhreinan þvott og 2,5 kg af þurrum þvotti þegar um er að ræða þvottaefni fyrir lítið óhreinan þvott.  

Tengt efni

  • VII. viðauki Merking og upplýsingaskjal um innihaldsefni nr 708/2008