Staðbundinn iðnaður

Stofnun viðskiptakerfisins (Emission Trade System, ETS) með tilskipun 2003/87/EB fól í sér að losun koldíoxíðs (CO2) frá tiltekinni starfsemi (m.a. orkuframleiðslu með brennslu jarðefnaeldsneytis, járnframleiðslu og járnvinnslu) var gerð háð losunarheimildum frá 1. janúar 2005. Samanlagt stafar um það bil helmingur allrar losunar á koldíoxíði og um það bil 45% allra gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins frá yfir 11.000 fyrirtækjum. Ásamt koldíoxíði er losun nituroxíðs (N2O) og perflúorkolefna (PFC) vaktað innan kerfisins. Viðskiptakerfið hefur verið starfrækt frá ársbyrjun 2005 en því hefur verið skipt upp í mismunandi tímabil.

Þriðja viðskiptatímabilið hófst í ársbyrjun 2013 og stendur fram til ársins 2020. Fjórða viðskiptatímabilið hefst í ársbyrjun 2021 og stendur fram til ársins 2030. Til þess að Evrópusambandið standist skuldbindingar sínar skv. Parísarsáttmálanum verður losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 að vera 43% minni en hún var árið 2005. Til þess að það náist munu hertari loftslagslög taka gildi á þessu nýja tímabili með það að markmiði að losun gróðurhúsalofttegunda lækki línulega, eða 2,2% á ári, þar til árið 2030. Á núverandi tímabili hefur lækkunin verið 1,74% á ári.

 

 

Þriðja viðskiptatímabil
Fjórða viðskiptatímabil
8 ára tímabil.
10 ára tímabil sem skipt verður upp í tvö 5 ára tímabil m.t.t. úthlutunar (2021-2025 og 2026-2030).
Línulegur samdráttur heildarfjölda losunarheimilda lækkar um 1,74% á ári.
Línulegur samdráttur heildarfjölda losunarheimilda lækkar um 2,2% á ári.
Úthlutun á sér stað í upphafi tímabils.
Úthlutun á sér stað tvisvar, fyrir fimm ára tímabil í hvort skipti.
Úthlutun til rekstaraðila á tímabundnum (e. transitional) lekalista lækkar úr 80% af reiknaðri úthlutun í upphafi tímabils í 30% árið 2020.
Úthlutun af tímabundnum lekalista verður 30% af reiknaðri úthlutun í upphafi tímabils árin 2021-2025, lækkar stigsbundið úr 30% í 0% árin 2026-2030.
Breytingar á úthlutun geta komið til þegar eiga sér stað meiriháttar breytingar á aukningu í framleiðslugetu (e. significant capacity changes).
Breytingar á úthlutun vegna meirháttar breytinga á framleiðslu (e. activity level).
Skilgreining á nýjum rekstaraðila (e. new entrant) nær til bæði nýrra verksmiðja og meiriháttar aukninga á framleiðslugetu (e. significant capacity extensions)
Nýjir þátttakendur í ETS eru eingöngu nýjar stöðvar.
Heildarfjöldi uppboðsheimilda er háð því hversu mörgum heimildum er úthlutað endurgjaldslaust.
Heildarfjöldi uppoðsheimilda er 57% af heildarmagni losunarheimilda, en 3% þeirra má færa til endurgjaldslausra heimilda til að koma í veg fyrir að nota leiðréttingarstuðul sem nær þvert yfir atvinnugreinaflokka (e. cross sectoral correction factor).
Kolefnisleki er metinn út frá hlutfalli inn- og útflutnings og framleiðslukostnaðar.
Kolefnisleki er metinn sem hlutfall inn- og útflutnings (e. trade intensity) og losunar (e. emission intensity)
Lagagrunnur (ESB):
  • ETS Directive 2003/87 (br. Dir. 2009/28)
  • CIMs Decision
  • NIMs list/table
Lagagrunnur (ESB):

ETS Directive 2003/87 (new amendments dir. 2018/410)
  • FAR regulation
  • Allocation change implementing act
  • Carbon leakage delegated act
  • Benchmark update implementing act
  • NIMs list

 

Hagrænt hvatakerfi sem leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda

Fyritæki innan viðskiptakerfisins fá ákveðnum fjölda losunarheimilda úthlutað án endurgjalds á viðskiptatímabilinu 2013 – 2020. Heildarfjöldi úthlutaðra losunarheimilda dregst saman með tímanum sem þ.a.l. stuðlar að samdrætti í losun. Árið 2020 er áætlað að losun fyrirtækja innan viðskiptakerfisins verði 21% minni en árið 2005. Eftir því sem dregið er úr endurgjaldslausri úthlutun þurfa fyrirtæki að leita annarra leiða til að eiga heimildir fyrir losun sinni. Þetta geta þau annaðhvort gert með því að þróa leiðir til að draga úr losun ellegar kaupa viðbótarheimildir á markaði eða opinberu uppboði. Með þessu fæst hagrænn hvati fyrir fyrirtæki til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Árlega er fyrirtækjum svo gert skylt að framvísa losunarheimildum sem samsvara heildarmagni raunlosunar. Í flestum tilvikum fá fyrirtæki úthlutað heimildum sem duga einungis fyrir ákveðnum hluta af væntanlegri losun. Sökum þess standa fyrirtæki frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Ef fyrirtæki afhendir ekki tilskilinn fjölda losunarheimilda ber viðkomandi ríki að knýja fram efndir með viðurlagaákvæðum, m.a. með álagningu sekta. Fjöldi endurgjaldslausra losunarheimilda sem úthlutað verður til rekstraraðila á 4. tímabilinu mun svo lækka kerfisbundið niður í 0 árið 2030.