Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stofnun viðskiptareiknings

Mynd: Austin Distel - Unsplash 

Einstaklingum eða lögaðilum öðrum en þeim sem eru þátttakendur í ETS-kerfinu, er heimilt að eiga viðskiptareikning í skráningarkerfi ESB með losunarheimildir skv. 16. gr. reglugerðar (ESB) 2019/1122 um skráningarkerfi. Reikingar sem eru stofnaðir hjá Umhverfisstofnun eru í umsjón stofnunarinnar. 

Þeim sem eru reikningshafar er heimilt að stunda viðskipti með losunarheimildir.

Ekki er heimilt að stunda viðskipti með heimildir umfram það magn sem reikningshafar eiga á reikningi sínum. Verð á losunarheimildum, magn þeirra, dagsetningar millifærslna o.s.frv. er samningsatriði milli reikningshafa og þeirra sem þeir stunda viðskipti við, án afskipta Umhverfisstofnunar. Fjárhagsleg viðskipti sem tengjast kaupum og sölu losunarheimilda fara fram utan skráningarkerfisins og þurfa ekki að vera tilkynnt til Umhverfisstofnunar. Eini tilgangur skráningarkerfisins í þessu samhengi er að skrá eignarhald á losunarheimildum.

Gjöld fyrir stofnun og árgjald reiknings eru samkvæmt gjaldskrá Umhverfisstofnunar.

Reikningshafar eru beðnir um að kynna sér efni reglugerðar (ESB) nr. 2019/1122 um skráningarkerfi vandlega.

Nauðsynlegt er að tilnefna a.m.k. tvo viðurkennda fulltrúa fyrir hvern reikninginn. Viðurkenndir fulltrúar verða aðalnotendur skráningarkerfisins fyrir hönd þess reikningshafa (fyrirtækis, eða einstaklings) sem tilnefnir þá. Að auki getur reikningshafi tilnefnt fleiri viðurkennda fulltrúa þegar reikningur hefur verið stofnaður og aðgangur að reikningnum hefur verið veittur.

  1. Fylla þarf út upplýsingaeyðublað.
  2. Stofna þarf notendur í skráningarkerfinu. Athugið að notendur þurfa að vera þeir sömu og "viðurkenndur fulltrúi" í upplýsingaeyðublaðinu.
    Leiðbeiningar um stofnun notanda í skráningarkerfinu (skref B)   
    Heimasíða skráningarkerfisins
    Notendaskilmálar
  3. Senda tilskilin fylgiskjöl allra aðila, þ.e. notenda og fyrirtækis til Umhverfisstofnunar.

Ef upp koma einhver vandamál vinsamlegast hafið samband við þjónustuborð skráningarkerfisins: ets-registry@ust.is.

Umsækjendur þurfa að afhenda Umhverfisstofnun skjöl til staðfestingar á skráningu stofnunar eða fyrirtækis, eða auðkenni einstaklinga sem sækja um stofnun viðskiptareiknings. Einnig þarf að afhenda skjöl til staðfestingar á auðkenni einstaklinga sem tilnefndir eru sem viðurkenndir fulltrúar.

Þegar umsækjandi hefur lokið rafrænni skráningu og hefur skráð sig sem notanda á vefsíðu skráningarkerfisins fer umsóknin í ferli hjá Umhverfisstofnun sem veitir umsókninni lokasamþykki og aðgang að reikningnum ef öll skilyrði eru uppfyllt. Lokasamþykki og aðgangur að reikningi verður aðeins veittur þegar fullnægjandi umsókn með fylgiskjölum fyrirtækis og allra viðurkenndra fulltrúa hefur borist Umhverfisstofnun og greitt hefur verið fyrir stofnun- og árgjald reiknings. Röng eða ófullnægjandi skjöl um skráningu fyrirtækis eða auðkenni viðurkennda fulltrúa koma til með að tefja umsóknina.

Allir viðurkenndir fulltrúar verða að afhenda: 

  • Afrit af skjölum sem staðfesta auðkenni þeirra og lögheimili.
  • Afrit af sakavottorði.

Skjöl sem krafist er af lögaðila (ef við á)

  • Umsóknareyðublað til útfyllingar
  • Afrit af skráningarvottorði (ef lögaðili)
  • Listi yfir ábyrgðaraðila (ef lögaðili) (fyrirtæki, stofnunar), einhver þessa aðilar verða að skrifa undir þau skjöl sem krafist er undirskriftar á.
  • Umboð handa viðurkenndum fulltrúum. Vinsamlega notið eyðublaðið „Power of attorney".  

Skjöl sem krafist er vegna viðurkenndra fulltrúa

  • Gögn sem staðfesta auðkenni tilnefnda aðilans og sem geta verið staðfest afrit af öðru hvoru af eftirfarandi:
    • a) vegabréfi eða kennivottorði sem gefið er út af ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu eða Efnahags- og framfarastofnuninni,
    • b) einhverju öðru vegabréfi, sem eitthvert sendiráð ESB hefur vottað að sé gilt.
  • Gögn sem staðfesta lögheimili tilnefnda aðilans, geta verið staðfest afrit af einhverju af eftirfarandi:
    • a) persónuskilríki, ef lögheimili viðkomandi kemur þar fram,
    • b) einhverjum öðrum skilríkjum, sem hið opinbera gefur út, þar sem er heimilisfang þess sem hefur fasta búsetu,
    • c) yfirlýsingu frá staðaryfirvöldum sem staðfesta fasta búsetu tilnefnda aðilans ef landið, þar sem fasta búsetan er, gefur ekki út persónuskilríki þar sem heimilisfang þess er hefur fasta búsetu er tilgreint,
    • d) einhverju öðru skjali sem er að öllu jöfnu tekið gilt í aðildarríki stjórnanda reiknings sem sönnun fyrir fastri búsetu tilnefnda aðilans.
  • Sakavottorð tilnefnda aðilans

Almennar kröfur vegna skjala

Nauðsynlegt er að öll skjöl sem skilað er til Umhverfisstofnunar uppfylli eftirfarandi kröfur varðandi uppruna og læsisleika: Afrit af skjölum sem skilað er skulu vera staðfest af sýslumanni.

Skil á umsókn
Heimilt er að senda öll skjöl og upplýsingar rafrænt, enda skal tryggt að skjölin séu fullgild. Skjöl skal senda á netfangið 
ets-registry@ust.is 

Umhverfisstofnun veitir allar upplýsingar varðandi viðskiptareikninga á netfanginu ets-registry@ust.is