Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Pharmarctica ehf. og gerir hún ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 360 tonn á ári af sæfivörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum. Starfsemi fyrirtækisins er á Grenivík.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsóknargögnun frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 25. mars til og með 26. apríl 2021 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Fyrir liggur nýleg ákvörðun Skipulagsstofnunar um að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 26. apríl 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga
Umsókn um starfsleyfi
Grunnástandsskýrsla 
Matsskylduákvörðun