Tveggja þrepa hreinsun

Megin krafan í hreinsun á skólpi er að fráveituvatn skuli hreinsað með TVEGGJA ÞREPA HREINSUN þegar losun er:

  • Meiri en 2.000 pe. í ferskvatn og ármynni.
  • Meiri en 10.000 pe. í strandsjó.

Á kröfu um tveggja þrepa hreinsun eru þó undanþágur en þar sem viðtaki hefur verið skilgreindur síður viðkvæmur (að undangenginni rannsókn á áhrifum skólps á viðtaka og staðfestingu þess efnis frá Umhverfisstofnun) er nægjanlegt að notast við eins þreps hreinsun (sjá gr. 20.3 og 20.4 í fyrrgreindri reglugerð). Þar sem um er að ræða viðkvæm svæði þarf meira en tveggja þrepa hreinsun.

Hreinsunarkröfur

Tveggja þrepa hreinsun er meiri hreinsun en eins þreps hreinsun og felur í sér líffræðilega hreinsun sem fylgt er eftir með botnfellingu eða öðru ferli sbr. kröfur í I. Viðauka, B-hluta og 1. töflu. Rotþró og siturlögn telst til tveggja þrepa hreinsunar  en þar fer t.d. fram botnfelling og súrefnislaust niðurbrot á lífrænu efni í rotþró og í siturlögn fer fram síun og frekara niðurbrot örvara.

Tafla 1 í reglugerð 798/1999. Losunarmörk fyrir skólp frá skólphreinsistöðvum fyrir þéttbýli (tveggja þrepa).

Færibreytur

Styrkur

Lágmarkslækkun miðað við hundraðshluta

Líffræðileg súrefnisþörf (BOD við 20°C) 

25 mg/l O2

70 til 90

Efnafræðileg súrefnisþörf (COD)

125 mg/l O2

75

Heildarmagn svifagna (er valfrjáls krafa)

35 mg/l

35 vegna 22. gr. (meira en 10.000 p.e.).

60 vegna 22. gr. (2.000 – 10.000 p.e.)

90

90 vegna 22. gr. (meira en 10.000 p.e.)

70 vegna 22. gr. (2.000 – 10.000 p.e.)