Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vatnavefsjá


 

Umhverfisstofnun í samstarfi við Veðurstofu Íslands rekur Vatnavefsjá og skráningargátt sem gegna tvíþættu hlutverki.  Í skráningargáttina munu fagaðilar geta fært inn upplýsingar sem fást úr vöktun og gefa til kynna hvert er ástand vatns. Í vefsjánni getur almenningur og hagsmunaaðilar nálgast upplýsingar um ástand vatns og strandsjávar um allt land.

Í vefsjánni er hægt að skoða ýmis gögn og upplýsingar er varða stjórn vatnamála s.s. vatnshlot og gerðarskiptingu þeirra, álag á vatnshlot, eftirlit og vöktun, náttúrufar og landgerð.

Ávallt er reynt að sýna nýjustu upplýsingar og/eða gögn í vefsjánni. Ef notendur verða hins vegar varir við villur eða vilja koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum varðandi innihald vefsjárinnar eru þeir hvattir til þess að nýta sér ábendingakerfi Umhverfisstofnunar.

  • Vatnavefsjá – upplýsingasíða um stöðu vatns
  • Vatnagátt – verður tilbúin á árinu 2021