Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Baráttan í garðinum

Í byrjun sumars á hverju ári fer að bera á hinum ýmsu skordýrum í görðum landsmanna og í flestum tilfellum eru þau gagnleg, en geta þó stundum verið skaðleg og valdið skemmdum á gróðri. Þá geta ýmsir sveppasjúkdómar og í sumum tilfellum bakteríur herjað á garðagróður og einnig valdið skemmdum á honum og þar eru ryðsveppir á víði og ösp m.a. áberandi.

Ákveðnar plöntutegundir eru einnig í vissum tilfellum taldar óæskilegar, ekki endilega vegna þess að þær valdi beinum skemmdum á öðrum garðagróðri, heldur vaxa þær í samkeppni við hann og keppa við hann um pláss, næringu og birtu. Þetta köllum við illgresi og finnst það einfaldlega ekki eiga heima á ákveðnum stöðum og má þar nefna arfa í beðum, fífla eða annan gróður í hellulögnum og gangstéttum og jafnvel gras er talið illgresi við þessar að stæður.

Á undanförnum árum hafa ný meindýr verið að skjóta upp kollinum hér á landi og verið að valda skemmdum á gróðri í görðum. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skógræktarinnar má finna ítarefni um hin ýmsu skordýr og skaðvalda.

Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar Íslands

Skaðvaldavefur Skógræktarinnar