Tannkrem

Góð tannhirða er undirstaða góðrar tannheilsu og því mikilvægt að bursta tennurnar. Sum tannkrem innihalda þó efni sem ekki eru ætluð til að koma í veg fyrir holumyndun eða tannholdsbólgu. Hér má helst nefna rotvarnarefnið tríklósan sem hefur sýklaeyðandi áhrif. Notkun þess er umdeild þar sem það getur valdið því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum.