Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Aðrar merkingar

Það getur verið erfitt að rata í umhverfismerkjafrumskóginum þar sem finna má mörg merki sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Engu að síður eru hin áreiðanlegu og altæku umhverfismerki ekki svo afskaplega mörg og því ætti hver og einn að geta lagt nokkur þeirra á minnið. Hér verða nokkur þessara hágæða umhverfismerkja kynnt en einnig verður sagt fá fleiri tegundum merkja og hvað einkennir þau.