Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eldfimt

 

 

Eldfimir vökvar og gufur frá þeim, gas, úðaefni og þurrefni.

Dæmi

Eldsneyti á vélar, eldsneyti á tæki til matseldar, etanól, naglalakkseyðir, flöskur með fljótandi gasi og úðabrúsar með fljótandi drifgasi.

Varúðarráðstafanir

Forðist íkveikjuhættur, hita og loga. Ekki reykja nálægt þessum vörum. Haldið umbúðum vel lokuðum og geymið á köldum og vel loftræstum stað. Mælt er með notkun hlífðarhanska og hlífðargleraugna ef hætta er á að efni slettist í augu.

Hætta

Þessar vörur eru það eldfimar að í þeim kviknar ef þær komast í snertingu við opinn eld, neista og/eða hita. Skæður eða bráður bruni getur orðið raunin. Sumar vörur gefa frá sér eldfimt gas þegar þær komast í snertingu við vatn eða valda sjálfsíkveikju í lofti. Ef eldur kviknar, slökkvið þá með dufti, froðu, koltvísýringi, eldteppum eða vatnsúða. Ekki beina vatni að eldinum því þá breiðist hann bara út. Flytjið vöruna frá hættusvæðinu ef slíkt er mögulegt án áhættu.