Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Eldnærandi

Efni sem valda eða stuðla að bruna annars efnis.

Dæmi

Sótthreinsitöflur og -vökvar, bleikiefni, súrefnisgas.

Varúðarreglur

Forðist hita og loga. Reykið ekki nálagt þessum vörum. Geymið fjarri eldfimum vörum. Mælt er með notkun hlífðarhanska og hlífðargleraugna ef hætta er á að efni slettist í augu.

Hætta

Eldnærandi efni eru ekki endilega eldfim sjálf en geta stuðlað að myndun elds og magnað hann. Ef eldur kviknar út frá þessum efnum skal slökkva hann með dufti, froðu, koltvísýringi, eldteppum eða vatnsúða. Ekki beina vatni að eldinum því þá breiðist hann bara út. Færið vöruna frá hættusvæðinu ef slíkt er mögulegt án þess að auka áhættu.