Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Heilsuskaði

Efni sem geta ert húð og augu, valdið ofnæmisviðbrögðum í húð, ert öndunarveg, valdið syfju eða svima. Getur verið skaðlegt við inntöku, snertingu við húð og innöndun. Getur skaðað umhverfið

Dæmi

Efni til að fjarlægja útfellingar, salernishreinsir, þvottaefni, frostlögur og lím.

Varúðarráðstafanir

Allt eftir hættunni hverju sinni þá er mælt með notkun hlífðarhanska og hlífðargleraugna. Forðist inntöku, innöndun og snertingu við húð og augu.

Hætta

Sumar vörurnar valda ertingu í öndunarvegi við innöndun. Aðrar innihalda lífræn leysiefni sem valda syfju og svima við innöndun. Gufur geta valdið höfuðverk og vímu. Inntaka getur verið hættuleg eða einungis valdið óþægindum og ert slímhúð í munni og maga. Sumar vörurnar geta valdið ofnæmisviðbrögðum í húð eftir snertingu á meðan aðrar geta valdið ertingu í húð og útbrotum. Komist varan í augu geta það orsakað ertingu.