Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Koldíoxíð

Koldíoxíð er lofttegund sem finnst í náttúrunni og uppspretta hennar er bæði með náttúrulegum hætti og af manna völdum. Þetta er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin og styrkur koldíoxíðs er mismunandi eftir árstíðum og svæðum og oft meiri í þéttbýlum svæðum. Styrkurinn er yfirleitt minni á sumrin vegna ljóstillífunar plantna en á veturnar hækkar hann vegna rotnunar lífrænna leifa. Þetta er líffræðilegt ferli sem maðurinn er farinn að hafa áhrif á með bruna jarðefnaeldsneytis, framleiðslu í orkuverum og iðnaði og breyttrar landnotkunar og eyðingu skóga. Við þetta losnar meira af koldíoxíði út í andrúmsloftið en eðlilegt er. Mis mikið af koldíoxíði fer út í andrúmsloftið með útblæstri bíla en magn þessara efna er háð stærð vélarinnar, snúningshraða, álagi, ástandi vélarinnar, gerð eldsneytis og fleira.