Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Losun loftmengunarefna

Ýmis loftmengunarefni losna af mannavöldum út í andrúmsloftið ár hvert. Uppsprettur efnanna eru misjafnar. Undanfarna áratugi hefur dregið úr losun sumra loftmengunarefna meðan losun annarra hefur aukist.

Loftmengunarefni er unnt að flokka í þrennt: Losun þrávirkra lífrænna efna, þungmála og annarra loftmengunarefna.

Ítarlegar upplýsingar um losun loftmengunarefna á Íslandi síðan 1990 má nálgast í landsskýrslum um losun loftmengunarefna á Íslandi (Informative Inventory Report) sem falla undir LRTAP samninginn.