Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Skýrslur og ítarefni

Ísland er aðili að samningnum um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (C-LRTAP). Hann var samþykktur í Genf 1979 og tók gildi 1983. 51 ríki eru aðilar að samningnum og á grunni þessa samnings hafa verið gerðar bókanir sem hver um sig tekur á ákveðnum efnaflokkum. 

Helstu bókanirnar eru þessar: 

 

IðanaðarstromparÍsland hefur undirritað samninginn sjálfan og báðar Árósa-bókanirnar þ.e. bókunina um þungmálma og bókunina um þrávirk lífræn efni. Hins vegar hefur Ísland aðeins staðfest aðra bókunina, þá sem fjallar um þrávirk lífræn efni. Aðildarríki skulu draga úr losun þeirra loftmengunarefna sem tiltekin eru í bókununum eða hætta notkun þeirra. Aðildarríki skulu árlega gera skýrslu um losun þessara efna. Hér fyrir ofan má sjá skýrslur Íslands á ensku. Þó Ísland hafi aðeins staðfest eina bókun, um losun þrávirkra lífrænna efna, eru í skýrslunni upplýsingar um losun annarra efna ef þær upplýsingar liggja á annað borð fyrir.