Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Losunarheimildir

Ein losunarheimild* samsvarar einu tonni af co2 sem er losað út í andrúmsloftið. Viðskiptin fara fram á þar til gerðum markaði með losunarheimildir, en flugrekendur og rekstaraðilar þurfa að tryggja að þeir eigi nægjanlegt magn losunarheimilda þegar kemur að uppgjöri þeirra í lok apríl ár hvert.

Flestir aðilar í kerfinu eiga rétt á endurgjaldslausum losunarheimildum og úthlutun þeirra byggir almennt á sögulegri framleiðslu fyrirtækja sem og svokölluðum árangursviðmiðum, sem skilgreind voru með ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Árangursviðmið er tölulegt gildi sem endurspeglar meðalárangur þeirra fyrirtækja sem hafa staðið sig best við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við framleiðslu á tiltekinni vöru eða þjónustu. Frá og með árinu 2013 hefur ákvörðunin um fjölda heimilda verið alfarið í höndum framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, þó svo að tölulegar forsendur ákvörðunarinnar komi frá aðildarríkjum.

Heildarfjöldi úthlutaðra losunarheimilda dregst saman með tímanum sem þ.a.l. stuðlar að samdrætti í losun, og verður línuleg lækkun úthlutunar 2,2% á ári frá og með árinu 2021. Árið 2020 er áætlað að losun fyrirtækja innan viðskiptakerfisins verði 21% minni en árið 2005.

* Ein losunarheimild jafngildir einu tonni af koldíoxíði (CO2) eða ígildi þess.  Þrjár lofttegundir eru flokkaðar sem gróðurhúsalofttegundir og falla undir viðskiptakerfið en áhrif þeirra á hlýnun jarðar eru mismunandi.  Til einföldunar hafa áhrif hverrar gastegundar verið reiknuð til samanburðar við áhrif COog því er almennt vísað til þessara gastegunda sem ígilda CO2.