Snæfellsjökulsþjóðgarður

Fræðslugöngur með landvörðum sumarið 2024

- Öll velkomin og frír aðgangur

Vikuleg dagskrá

Fræðsluganga frá gestastofunni Malarrifi - Alla daga kl. 13:00 í júní og júlí.

Gengið frá Malarrifi að Svalþúfu. Gangan er auðveld og hentar fyrir alla fjölskylduna sem tekur um eina klukkustund. 

Barnastund með landverði - Alla fimmtudaga kl. 11:00-12:00 í júlí.

Skemmtileg fræðslustund með landverði við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Júní

8.júní Alþjóðadagur Hafs, Hafstraumar. 

Hvernig tengjast Gular gúmmíendur og legókubbar hafstraumum? Landvörður leiðir göngu í Skarðsvík um hafstrauma. Gangan er fremur létt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Gangan hefst við Nestisborðið í Skarðsvík klukkan 14:00. 

18.júní Dagur villtra blóma, Flóruganga

Á degi viltra blóma býður Snæfellsjökulsþjóðgarður gestum sínum að slást í för með Landverði í blómaskoðunarferð um Rauðhól. Lagt verður af stað kl 14:00 frá bílastæðinu við Rauðhól. Gangan tekur um 1,5 tíma. Gott er að hafa með sér vatn og vera í þokkalega góðum skóm.

28.júní Afmæli Snæfellsjökulsþjóðgarðs

Nánar auglýst síðar.

Júlí

7.júlí Flóruganga í Búðahrauni

Blómaskoðunarferð með landverði í plöntufriðlandi Búðahrauni. Landverður tekur á móti gestum við Búðakirkju kl. 14:00. Gangan tekur um 2 klukkustundir.

20.júlí Arnarstapi - Hellnar

Saga Arnarstapa og Hellna er mikil og nær langt aftur. Sláist í för með Landverði til að fræðast um sögu og náttúru svæðisins. Hittumst á bílastæðinu við Höfnina á Arnarstapa kl 13:30. Gangan tekur um 1,5 klst og er fremur létt.

31.júlí Alþjóðlegur dagur landvarða

Á alþjóðadegi landvarða verður Fræðslugangan frá Malarrifi með ögn breyttu sniði. Gestum gefst kostur á að kynnast landvörðum og þeirra daglegu störfum. Lagt af stað frá gestastofunni á Malarrifi kl 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur.

Ágúst

11. ágúst Sandhólar - Dritvík - Djúpalón

Gestir hitta landverði kl. 14:00 á bílastæði við Sandhóla og gengið er að Dritvík. 

Gangan tekur um 2 klukkustundir og hentar öllum aldri.

18. ágúst Fjallganga á Hreggnasa

Fjallganga upp Hreggnasa með landverði. Hist verður við gatnamót Útnesvegar og Eysteinsdalsvegar kl. 14:00 og ekið að göngubrúnni yfir Móðulæk í mynni Eysteinsdals.

Gangan tekur um 2 klukkustundir, Gangan er miðlungs erfið og hentar öllum aldri.

Nánari upplýsingar gefa landverðir í síma 436 6888/661-1500