Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Jarðfræði

Ingólfshöfði er klettahöfði úr basalti, algengustu bergtegundinni á Íslandi. Hann hvílir á móbergsundirstöðu.

Ingólfshöfði er 1200 m langur og 750 m breiður og hæst ber hann 76 m y.s. Hann er hömrum girtur nema að vestan, en þar er afar mikil sandalda, Kóngsalda og framan undir henni er Kóngsvík. Stærð friðlandsins er 120,2 ha.

Nöfnin eru þannig til komin að kóngurinn eignaðist víkina eftir mann sem hengdi sig og aldan fylgdi.

Ingólfshöfði var eyja en sandur og framburður jökulánna hefur tengt hann landi.

Þvert yfir höfðann er lægð frá Gönguklifi að norðan á Votaberg að sunnan. Svæðið austan við lægðina heitir Grashöfði en svæðið vestan við kallast Grjóthöfði.