Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Gróðurfar og lífríki

Í Kerlingarfjöllum eru gróðurfar almennt svipað því sem finnst annarsstaðar á miðhálendi Íslands. Gróður ber þess merki að vaxtartími er stuttur, gróðurþekja er mjög strjál. Rakasæknar mosa- og æðaplöntutegundir vaxa í hviltum þar sem raka gætir og laugasef finnst í volgum lækjum. Á jarðhitasvæðunum í Hveradölum og Hverabotni finnst afmarkaður jarðhitagróður við heitar uppsprettur og hveri sem sker sig frá gróðurlendi nærliggjandi svæða. Þetta eru þó yfirleitt litlir gróðurblettir sem eru hinsvegar sérlega vel grónir í samanburði við gróðursnautt umhverfið.  

Moslendi með gamburmosum eru ráðandi á svæðinu, auk þess sem starmói er víða áberandi á lægri svæðum, sér í lagi í Ásgarði. Lítið er um votlendi innan hinna hálendu Kerlingarfjalla. Í nágreni fjallanna er þó töluvert um votlendisfláka, m.a. í Blágnípuveri og í nágrenni Kerlingarsprænu við Setursleið.