Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Náttúra og jarðfræði

Samspil landslags og sjávarfalla við Breiðafjörð gerir það að verkum að fjörðurinn er ríkur af botngróðri sem er undirstaða hins fjölbreytta lífríkis sem þar er að finna. Fuglalíf í friðlandinu er fjölbreytt og líflegt um að litast á varptíma. Selur svamlar skammt undan landi og hvílir sig stundum á klöppunum neðan Hörgsness á meðan refur og minkur feta hljóðlega grónur götur uppi á landi. Yfir öllu svífur svo konungur fuglanna, haförninnn.  

Jökulminjar ísaldarjöklanna eru víða greinanlegar og roföflin hafa sorfið landið þar sem eldvirkni er ekki á Vestfjörðum enda langt utan sprungu- og gossvæða. Víst má telja að síðast hafi eldgos orðið á Vestfjörðum fyrir um 8 milljónum ára og jarðhitinn sem þar má finna eru því leifar þess tíma þegar svæðið var virkt eldfjallasvæði.  

Vatnsfjörður er rómaður fyrir einstaka gróðursæld og innan friðlandsins er birki með því hæsta sem gerist á Vestfjörðum.