Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English
Suðvesturland
Friðlönd
- Ástjörn, Hafnarfirði. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 189/1978. Stærð 28,5 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí.
- Bakkatjörn, Seltjarnarnesi, Friðlýst sem friðland í Stjórnartíðindum B. nr. 899/2001. Stærð um 14,9 ha.
- Eldey, Gullbringusýslu. Friðlýst með lögum 1940. Lýst friðland 1960. Friðlýsing endurskoðuð sbr. auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 119/1974. Stærð 2 ha. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Náttúruverndarráðs og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.
- Gálgahraun, Garðabæ, friðlýst sem friðland með augl. í Stjórnartíðinum B. nr. 877/2009. Stærð 108,2 ha.
- Grótta, Seltjarnarnesi. Lýst friðland 1974. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 13/1984. Stærð 39,6 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí. Breytt m/augl. nr. 525/2010.
- Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara, Álftanesi, friðlýst sem friðland og fólkvangur með augl. í Stjórnartíðindum B, nr. 663/2002. Stærð 4,2 ha.
- Varmárósar, Mosfellsbæ. Lýstir friðland 1980. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 506/1987. Stærð 9,6 ha. Endurskoðuð og breytt með augl. í stjórnartíðindum B, 710/2012. Mosfellsbær fer með umsjón og rekstur samkv. samningi.
- Vífilsstaðavatn og næsta nágrenni, Garðabæ, friðlýst sem friðland með augl. í Stjórnartíðindum B, nr. 1064/2007. Stærð, Friðland 188ha, Vífilsstaðavatn 188,3 ha.
Náttúruvætti
- Álafoss í Varmá í Mosfellsbæ. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 461/2013. Stærð svæðisins er 1.4 hektarar að stærð. Mosfellsbær fer með umsjón svæðisins samkv. samningi.
- Borgir, Kópavogi. Friðlýstar sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 269/1981. Stærð 2,8 ha.
- Eldborg í Bláfjöllum, Reykjavík. Fyrst friðlýst 1971. Lýst náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 121/1974. Stærð 34,8 ha.
- Eldborgir undir Geitahlíð, Grindavík. Friðlýstar sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 622/1987. Stærð 100,5 ha.
- Fossvogsbakkar, Reykjavík. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 326/1999. Stærð 17,8 ha.
- Hamarinn, Hafnarfirði. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 188/1984. Stærð 2,1 ha.
- Háubakkar við Elliðaárvog, Reykjavík. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 347/1983. Stærð 2,1 ha.
- Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. 396/2009. Stærð 208,9 ha.
- Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009. Stærð 10,6 ha.
- Laugarás, Reykjavík. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 41/1982. Stærð 1,5 ha.
- Steðji (Staupasteinn) á Skeiðhóli, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 218/1974. Stærð 7 ha.
- Tröllabörn í Lækjarbotnum, Kópavogi. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 294/1983. Stærð 4,7 ha.
- Tungufoss í Köldukvísl í Mosfellsbæ. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 462/2013. Svæðið er 1.4 hektarar að stærð. Mosfellsbær fer með umsjón svæðisins samkv. samningi.
- Valhúsahæð, Seltjarnarnesi. 1983. (1) Kollur Valhúsahæðar, ofan Skólabrautar og Stranda. (2) Útivistarstaður og útsýni í þéttbýli. Stærð 1,7 ha.
- Víghólar, Kópavogi. Friðlýstir sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 778/1983. Stærð 1,4 ha.
Fólkvangar
- Ásfjall, Hafnarfirði. Svæðið umhverfis hana friðlýst í samræmi við náttúruverndarlög árið 1978 Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 658/1996. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar hefur umsjón með friðlandinu og annast stjórn og eftirlit með fólkvanginum. Stærð 56,9.
- Bláfjöll, Bessastaðahreppi, Garðabæ, Gerðahreppi, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ (áður Keflavík og Njarðvík), Reykjavík, Sandgerði (áður Miðneshr.), Seltjarnarnesi, Vatnsleysustrandarhreppi og Ölfushreppi, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Árnessýslu. Fólkvangur 1973. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 173/1985. Stærð 9.035 ha.
- Bringur; Mosfellsdal. Hluti jarðarinnar friðlýst sem fólkvangur 2014. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, 528/2014. Svæðið er 18.6 hektarar að stærð. Mosfellsbær fer með umsjón um svæðið, samkv. samningi.
- Garðahraun, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Garðabæ. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 510/2014. Stærð svæðisins er 156.3 hektarar að stærð.
- Hleinar í Hafnarfirði, friðlýst sem fólkvangur með augl. í Stjórnartíðindum B, nr. 399/2009. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins Hleina að Langeyrarmölum sem fólkvangs er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Stærð 32,3 ha.
- Hlið í Bessastaðahreppi (hluti jarðarinnar) var friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 491/2002. Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Stærð 39,6 ha.
- Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrarhöfða, Hafnarfirði. (1) Hvaleyrarlón og fjörur umhverfis Hvaleyrarhöfða að Þvottaklettum í Hraunavík. (2) Lífauðugar leirur og malarfjörur. Mjög þýðingarmikill áningarstaður farfugla, einkum vaðfugla. Fjölsótt útivistarsvæði. Friðlýst með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 397/2009. Stærð 39,9 ha.
- Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara, Álftanesi, friðlýst sem friðland og fólkvangur með augl. í Stjórnartíðindum B, nr. 663/2002. Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Stærð 17,6 ha.
- Rauðhólar, Reykjavík. Svæðið friðlýst sem náttúruvætti 1961. Friðlýst sem fólkvangur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 185/1974. Stærð 130,2 ha.
- Reykjanesfólkvangur, Garðabæ, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjanesbæ (áður Keflavík og Njarðvík), Reykjavík og Seltjarnarnesi, Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Friðlýstur með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 520/1975. Stærð 29.262,7 ha. Breytt með augl. nr. 1203/2011.
- Stekkjarhraun í Hafnarfirði, friðlýst sem fólkvangur með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 398/2009. Markmið með friðlýsingu svæðisins Stekkjahrauns sem fólkvangs er að vernda útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Stærð 15,9 ha.
Búsvæði
- Skerjafjörður innan bæjarmarka Garðabæjar, friðlýst sem búsvæði með auglýsingu í Stjórnartíðundum B. nr. 878/2009. Stærð 427,5 ha
- Skerjafjörður innan bæjarmarka Kópavogs, friðlýst sem búsvæði með auglýsingu í Stjórnartíðundum B. nr. 190/2012. Stærð 62,6 ha
Aðrar náttúruminjar
101. Keilir og Höskuldarvellir, Grindavík, Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Mörk svæðisins eru um Keili að vestan, Markhelluhól að norðan, fylgja síðan vesturmörkum Reykjanesfólkvangs á móts við Hverinn eina, þaðan um Driffell í Keili. (2) Mikið gígasvæði vestan í Vesturhálsi, liggur frá Höskuldarvöllum suður á milli Oddafells og Trölladyngju til Selsvalla, en úr gígaröðinni þar hefur Afstapahraun runnið. Gígasvæðið er að hluta innan Reykjanesfólkvangs. Á vesturmörkum svæðisins gnæfir móbergsfjallið Keilir.
102. Katlahraun við Selatanga, Grindavík. (1) Austurmörk fylgja mörkum Reykjanesfólkvangs að þjóðvegi, eftir honum að vesturenda Skálamælifells. Vesturmörk frá vesturenda Skálamælifells til sjávar í Veiðibjöllunef. (2) Stórbrotið landslag, hrauntjarnir og hellar. Friðaðar söguminjar við Selatanga.
103. Hraunsvík og Festarfjall, Grindavík. (1) Fjaran í Hraunsvík frá Hrauni að Lambastapa, ásamt kríuvarpi á Hraunssandi vestan Hrólfsvíkur. Suðurhluti Festarfjalls. (2) Sjávarhamrar og brimrofin eldstöð, Festarfjall. Fjölbreytt sjávarlíf. Fjölsóttur náttúruskoðunarstaður.
104. Sundhnúksröðin og Fagridalur, Grindavík. (1) Sundhnúksgígaröðin öll, frá Melhól í vestur að hraunkantinum sunnan Þorbjarnarfells, með honum vestur og norður fyrir fellið, að háspennulínu sem er u.þ.b. 200 m vestan þjóðvegar. Mörkin fylgja síðan línunni til norðurs að stað 2 km norðan Arnarseturs og þaðan austur í horn landamerkjalínu við norðausturhorn Litla-Skógfells, síðan beina línu sem hugsast dregin til norðausturs í Kálffell. Þaðan liggja mörkin í Fagradals-Vatnsfell og því næst um beina línu sem dregin er til suðvesturs um Fagradalsfjall, Sandhól, Vatnsheiði og að lokum í Melhól. (2) Tæplega 9 km löng gígaröð sem kennd er við Sundhnúk. Fallegar hrauntraðir í suðvesturhlíð Hagafells. Grindavíkurbær stendur á hrauni úr gígaröðinni. Fagridalur er grösugt dalverpi við norðvesturhorn Fagradalsfjalls. Söguminjar.
105. Strandsvæði vestan Grindavíkur, Grindavík. (1) Strandlengjan frá Litlubót, ásamt Gerðavallabrunnum, vestur að Stekkjarnefi. (2) Fjörur, fjölbreyttur strandgróður og fjölskrúðugt fuglalíf. Djúpar vatnsfylltar gjár, athyglisverður hraunkantur með sjávartjörnum.
106. Reykjanes, Eldvörp og Hafnaberg, Grindavík, Reykjanesbæ, (áður Hafnahreppur), Gullbringusýslu. (1) Mörk liggja úr Mölvík, um 2 km austan við Háleyjabungu, í Þorbjarnarfell og um Lágar og Vörðugjá í Stapafell. Þaðan bein lína í vestur að eyðibýlinu Eyrarbæ við norðurenda Hafnabergs. (2) Reykjanesið er framhald Reykjaneshryggjarins á landi. Stórbrotin jarðfræði, m.a. gígaraðirnar Eldvörp og Stampar, dyngjurnar Skálafell, Háleyjabunga og Sandfellshæð, ásamt fjölda gjáa, sprungna og hrauntjarna. Allmikið hverasvæði, fjölskrúðugur jarðhitagróður, sérstæð volg sjávartjörn. Hafnaberg er lágt fuglabjarg með fjölmörgum tegundum bjargfugla. Aðgengilegur staður til fuglaskoðunar.
107. Ósar, Reykjanesbæ (áður Hafnahr.), Sandgerði (áður Miðneshr.), Gullbringusýslu. (1) Vogurinn með strandlengju, fjörum og grunnsævi austan línu sem dregin er á milli Hafna og Þórshafnar. (2) Mikið og sérstætt botndýralíf, fjölbreyttar fjörur, vetrarstöðvar ýmissa fuglategunda.
108. Fjörur og tjarnir á Rosmhvalanesi, Gerðahreppi, Sandgerði (áður Miðneshr.), Gullbringusýslu. (1) Fjörur og sjávarfitjar frá Stafnesi að Rafnkelsstaðabergi, m.a. Sandgerðistjörn, Gerðasíki, Miðhúsasíki og Útskálasíki. (2) Fjölbreyttur strandgróður og ýmsar fjörugerðir. Lífauðugar sjávartjarnir og mikið fuglalíf.
109. Seltjörn, Snorrastaðatjarnir og hluti Hrafnagjár, Grindavík, Reykjanesbæ (áður Njarðvík), Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Svæði frá Seltjörn til Snorrastaðatjarna, ásamt skógarreitum. Einnig syðsti hluti Hrafnagjár. (2) Gróskumikill gróður í Snorrastaðatjörnum. Gróðursælir skógarreitir undir Háabjalla og í Sólbrekkum. Mikilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Hrafnagjá er misgengissprunga með fjölbreyttum gróðri. Kjörið útivistarsvæði.
110. Tjarnir á Vatnsleysuströnd, Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Síkistjörn, Vogatjörn, Mýrarhústjörn, Gráhella, tjarnir við Hlöðunes, Ásláksstaðatjörn, Sjónarhólstjörn, Knarrarnestjörn, Landakotstjörn, Kálfatjarnartjörn og Bakkatjörn, ásamt nánasta umhverfi. (2) Lífríkar tjarnir með fjölbreyttu fuglalífi.
111. Strandlengjan frá Fögruvík í Vatnsleysuvík að Straumi við Straumsvík, Vatnsleysustrandarhreppi, Hafnarfirði, Gullbringusýslu. (1) Fjaran og strandlengjan á u.þ.b. 500 metra breiðu belti, ásamt ísöltum tjörnum, frá botni Fögruvíkur að Straumi. (2) Sérstætt umhverfi með miklu og óvenju fjölskrúðugu fjörulífi og gróðri. Tjarnir með mismikilli seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Útivistarsvæði með mikið rannsóknar- og fræðslugildi í nánd við þéttbýli. Friðaðar söguminjar við Óttarsstaði.
112. Straumsvík, Hafnarfirði. (1) Fjörur, strendur svo og tjarnir með fersku og ísöltu vatni við innanverða Straumsvík, frá Urtartjörn vestan Straums suður fyrir Þorbjarnarstaði að athafnasvæði Ísal. (2) Tjarnir með einstæðum lífsskilyrðum, allmikið fuglalíf.
113. Hvaleyrarlón og fjörur Hvaleyrarhöfða, Hafnarfirði. (1) Hvaleyrarlón og fjörur umhverfis Hvaleyrarhöfða að Þvottaklettum í Hraunavík. NB: Friðlýst með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 397/2009
114. Vífilsstaðavatn og Hraunsholtslækur, Garðabæ. (1) Vífilsstaðavatn ásamt 200 m spildu umhverfis vatnið. Hraunsholtslækur frá upptökum til ósa í Arnarnesvogi auk 200 m breiðrar spildu af Búrfellshrauni meðfram læknum að sunnan. (2) Lítt raskað vatn með góðri veiði, fallegur lækur milli hrauns og hlíðar. Vinsælt útivistarsvæði. NB: Hluti þessa svæðis (Vífilsstaðavatn og nágrenni) hefur verið friðlýst sem friðland sjá augl. B. nr. 1064/2007.
115. Búrfell og Búrfellsgjá, Garðabæ. (1) Búrfell og hrauntröðin, Búrfellsgjá og Selgjá, ásamt um 200 m breiðri spildu beggja vegna gjárinnar. (2) Eldstöð frá nútíma, ein sérstæðasta hrauntröð landsins. Svæðið er að mestu innan Reykjanesfólkvangs. Friðlýst 2014.
116. Urriða(kots)vatn, Garðabæ. (1) Urriða(kots)vatn allt. (2) Hraunjaðar, mýrlendi, gróðurmikið vatn. Auðugt lífríki við þéttbýli.
117. Bessastaðanes, Gálgahraun og fjörur frá Bala að Kársnesi, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Bessastaðahreppi, Gullbringusýslu. (1) Fjaran frá Bala í Hafnarfirði að Kársnesi í Kópavogi. Bessastaðanes allt og Lambhúsatjörn, Bessastaðatjörn, Skógtjörn og Kasthúsatjörn. Gálgahraun sem afmarkast af Álftanesvegi að sunnan, en hraunjöðrum að austan og vestan. (2) Fjölbreyttar tjarnir, fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki. Gálgahraun er tilkomumikið nútímahraun með lífauðugum sjávarfitjum. Hraunið er nyrsta tunga af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búrfelli. Kjörið útivistarsvæði. NB: Hluti þessa svæðis hefur verið friðlýst annars vegar Hlið, Bessastaðahr sem fólkvangur með augl. í Stjórnartíðindum B, 491/2002. og hins vegar Kasthúsatjörn og aðliggjandi fjara, Álftanesi sem fólkvangur augl. í Stjórnartíðindum B, 663/2002. Gálgahraun friðlýst með augl. í Stjórnartíðindum nr. 877/2009. Skerjafjörður, hluti, friðlýst með augl. í Stjórnartíðindum B. nr. 878/2009
119. Öskjuhlíð, Reykjavík. (1) Öskjuhlíð milli Hafnarfjarðarvegar, Hlíðarfótar og Öskjuhlíðarskóla. (2) Vinsæll og fjölsóttur útsýnisstaður og útivistarsvæði. Minjar um hæstu sjávarstöðu frá ísaldarlokum.
120. Tjörnin og Vatnsmýrin, Reykjavík. (1) Tjarnir allar með hólmum og bökkum. Vatnsmýrin milli Hringbrautar, Norræna hússins og Háskólavallar, sem nú er bílastæði. (2) Mikið fuglalíf, varpland í miðri borg. Vinsælt útivistarsvæði.
121. Valhúsahæð, Seltjarnarnesi. (1) Kollur Valhúsahæðar, ofan Skólabrautar og Stranda. (2) Útivistarstaður og útsýni í þéttbýli. Friðlýst 5. febrúar 1998.
122. Seltjarnarnesfjörur og Suðurnes, Seltjarnarnesi. (1) Fjörur kringum nesið frá Bakka að mörkum byggðar við Bygggarða. Suðurnes allt, Kotagrandi, Bakkagrandi og Bakkatjörn. (2) Fjölbreyttar fjörur og strandgróður ásamt sjávartjörnum, ríkulegt fuglalíf. Jarðlög með skeljaleifum frá síðasta hlýskeiði ísaldar og ísaldarlokum. Vinsælt útivistarsvæði. Bakkatjörn var friðlýst 30. nóvember 2000.
123. Vesturhorn Laugarness, Reykjavík. (1) Mörk svæðisins eru að sunnan frá Kleppsvegi á móts við Suðurkotsvör meðfram Kleppsvegi að Laugarnesvegi og þaðan meðfram húsum Tollvörugeymslunnar og Kletts í sjó. (2) Fjörur og strandbelti á vesturströnd Laugarness, sem að mestu er óröskuð strandlengja með sérkennilegum sjávarrofnum klettum. Vinsæll útivistar- og útsýnisstaður, ásamt menningarsögulegum minjum.
124. Elliðaárdalur, Reykjavík, Kópavogi. (1) Vatnasvið Elliðaár í Elliðaárdal, frá upptökum í Elliðavatni allt til ósa. (2) Fjölbreytt náttúrufar, kjörið útivistarsvæði í þéttbýli.
125. Myllulækjartjörn í Heiðmörk, Reykjavík. (1) Myllulækjartjörn, Myllulækur og mýrin norðan og austan tjarnarinnar. (2) Fjölskrúðugur gróður og fuglalíf. Svæðið er innan vatnsverndarsvæðis Vatnsveitu Reykjavíkur.
126. Grafarvogur, Reykjavík. (1) Leirur í Grafarvogi. (2) Einn mikilvægasti viðkomustaður farfugla, einkum vaðfugla, á höfuðborgarsvæðinu.
127. Gufuneshöfði, Reykjavík. (1) Ströndin vestur frá Gullinbrú og Gufuneshöfði fyrir vestan og norðan byggð, ásamt fjöru og grunnsævi. (2) Stórgrýttur höfði með jökulminjum og brattri strönd. Kjörið útivistarsvæði, gott útsýni.
128. Viðey, Reykjavík. (1) Öll Viðey. (2) Lítt snortin og vel gróin eyja með fjölbreyttu landslagi í nánd við þéttbýli. Söguminjar. Vinsælt útivistarsvæði.
129. Eyjar á Kollafirði, Reykjavík, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu. (1) Þerney, Lundey, Engey og Akurey. (2) Lágar, grónar eyjar í næsta nágrenni við þéttbýli. Varpstöðvar allmargra fuglategunda. Akurey friðlýst 3. maí 2019, Lundey friðlýst 8. júní 2021.
130. Úlfarsá og Blikastaðakró, Reykjavík, Mosfellsbæ. (1) Úlfarsá frá upptökum í Hafravatni til ósa ásamt um 200 m breiðum bakka beggja vegna árinnar. Fjörur og grunnsævi ásamt 50 m breiðri strandlengju í Blikastaðakró, suður að Eiðsgranda, eftir honum og austurströnd Geldinganess í Réttarnes, þaðan bein lína í ósa Úlfarsár. (2) Fögur og góð laxveiðiá, víða grónir valllendisbakkar, fjölbreyttar og lífauðugar fjörur. Blikastaðakró - Leiruvogur friðlýst 16. september 2022.
131. Leiruvogur, Mosfellsbæ. (1) Óshólmar Leirvogsár, ásamt strandlengju, fjörum og grunnsævi út að Blikastaðakró og Gunnunesi. (2) Fjölbreytilegur strandgróður, lífríkar fjörur, mikið fuglalíf. Blikastaðakró - Leiruvogur friðlýst 16. september 2022.
132. Tröllafoss, Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu. (1) Tröllafoss í Leirvogsá ásamt nánasta umhverfi. (2) Foss í fallegu gljúfri á vinsælli gönguleið.
Tröllafoss
133. Andríðsey, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu. (1) Eyjan öll. (2) Mikið fuglalíf, mesta varpeyjan við sunnanverðan Faxaflóa.
Andríðsey
134. Laxárvogur og Laxá í Kjós, Kjósarhreppi, Þingvallahreppi, Kjósarsýslu, Árnessýslu. (1) Grunnsævi, fjörur og strandlengja frá ósi Laxár út að línu milli Hálsness og Eyrar (Hvalfjarðareyrar). Vatnasvið Laxár og nánasta umhverfi frá ósi upp að vatnaskilum. Meðalfellsvatn, Stíflisdalsvatn og Mjóavatn. Káranessef og Hurðarbakssef. (2) Í Laxárvogi eru víðáttumiklar leirur með fjölbreyttu dýralífi og gróðri. Laxá er ein helsta laxveiðiá landsins. Í sefunum er fjölskrúðugt fuglalíf.
135. Þórufoss, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. (1) Þórufoss í Laxá ásamt nánasta umhverfi. (2) Tilkomumikill foss í fögru gljúfri. Vinsæll áningarstaður.
136. Brynjudalur, Botnsdalur, Hvalvatn og Glymur (201), Kjósarhreppi, Hvalfjarðar-strandarhreppi, Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu. (1) Lönd Litla- og Stóra-Botns, Hrísakots, Ingunnarstaða, Þrándarstaða og Skorhaga. Svæðið tekur yfir fjörur í Botnsvogi og Brynjudalsvogi, svo og Brynjudal og Botnsdal, allt upp fyrir Hvalvatn. (2) Fagrir dalir, töluverður kjarrgróður. Mjög lífauðugar leirur, mikið fuglalíf. Glymur, hæsti foss landsins, er í Botnsá.
137. Hvassahraunsgígar (Strokkamelur), Vatnsleysustrandarhreppi, Gullbringusýslu. (1) Hvassahraunskatlar sunnan þjóðvegar á móts við eyðibýlið Hvassahraun. (2) Katlarnir eru regluleg hraundrýli á sléttri klöpp í Hvassahrauni.
138. Ósmelur og Hvalfjarðareyri, Kjósarhreppi, Kjalarneshreppi, Kjósarsýslu. (1) Fjörur, sjávarlón, grunnsævi og strandlengja utan ræktaðs lands neðan þjóðvegar frá Norðurkoti inn að vík neðan við Eyrarkot. (2) Ósmelur er stór og fagur jökulgarður frá síðjökultíma. Meðfram ströndinni eru jarðlög með fornskeljum. Hvalfjarðareyri er fundarstaður baggalúta. Svæði í nánd við þéttbýli með mikið útivistar- og fræðslugildi.
139. Varmá, Mosfellsbæ. (1) Varmá frá upptökum til ósa. (2) Varmá er eitt fárra varmavatna á landinu og hefur mikið vísindalegt gildi.