Vestfirðir

Friðlönd

  • Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. Austurhluti eyjarinnar lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 395/1975. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 995/2021. Stærð 1.62km2. Vegna fuglaverndar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl - 15. júlí.  
  • Hornstrandir, Ísafjarðarkaupstað (áður Snæfjallahr.), N-Ísafjarðarsýslu. Friðland 1975. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 332/1985. Stærð 58.915 ha. Frá 15. apríl til 15. júní ár hvert þarf að tilkynna Ísafjarðarbæ um ferðalög á svæðinu.
  • Hrísey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 425/1977. Stærð 25,7 ha. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. júlí.
  • Látrabjarg, Vesturbyggð, V-Barðastrandasýslu. Lýst friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 300/2021. Stærð 37km2
  • Vatnsfjörður, Vesturbyggð (áður Barðastrandarhr.), V-Barðastrandarsýslu. Lýstur friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 96/1975. Stærð 20.003,7 ha.

Náttúruvætti

  • Dynjandi, Þingeyrarhreppi, V-Ísafjarðarsýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti 1981. Friðlýsing endurskoðuð með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 348/1986. Stærð 644,9 ha.
  • Surtarbrandsgil, Vesturbyggð (áður Barðastrandarhr.), V-Barðastrandarsýslu. Friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr.103/1975. Stærð 272 ha.

Önnur friðuð svæði

  • Breiðafjörður, Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, A- og V-Barðastrandarsýslu. Eyjar og fjörur eru verndaðar með lögum nr. 53/1995 um vernd Breiðafjarðar. Stærð svæðisins sem lögin ná til er um 28.407,8 ha.

Önnur óbyggð víðerni

  • Drangar á Ströndum, friðlýst sem víðerni með auglýsingu í Stjórnartíðindum B nr. 1426/2021. Stærð 105 km2, þar af eru 9 km2 í hafi.

Aðrar náttúruminjar

302. Borgarland, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Nesið milli Króksfjarðar og Berufjarðar í landi Borgar, Hafrafells, Klukkufells, Mýrartungu og Hríshóls. (2) Sérkennilegt og fagurt landslag. Tjarnir og mýrar með miklu fuglalífi.

303. Norðurströnd Þorskafjarðar og fjörur í Djúpafirði, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Fjörur, fitjar og sjávartjarnir frá Teigsskógum að Grónesi. Auk þess skóglendi á norðurströnd Þorskafjarðar milli Teigsskóga og Hallsteinsness. (2) Víðlendar og lífauðugar fjörur með miklu fuglalífi. Þéttur skógur og gott sýnishorn af landslagi við norðanverðan Breiðafjörð.

304. Kjálkafjörður, Kerlingarfjörður og Skálmarnes, Reykhólahreppi, Vesturbyggð (áður Barðastrandarhr.), A- og V-Barðastrandarsýslu. (1) Svæðið milli Hjarðarness að vestan og Vattardalsár í botni Vattarfjarðar að austan. Að norðan liggja mörkin um Kjálkafjarðará og Þingmannaheiði. (2) Ríkulegt gróðurfar með skóglendi í fjörðum, fuglabjarg í Múlanesi.

305. Seljárgil í Vaðalsdal, Vesturbyggð (áður Barðastrandarhr.), V-Barðastrandarsýslu. (1) Jarðlög með blaðförum við Seljá í Vaðalsdal. (2) Vatnasetlög með surtarbrandi og leifum blaða og aldina frá tertíer.

306. Bæjarvaðall, Vesturbyggð (áður Rauðasandshr.), V-Barðastrandarsýslu. (1) Fjörur í Bæjarvaðli ásamt Rifi og Melanesrifi. (2) Víðáttumiklar, rauðleitar skeljasandsfjörur og árlón með fjölbreyttu dýralífi.

307. Breiðavík, Hvallátrar og Keflavík, Vesturbyggð (áður Rauðasandshr.), V-Barðastrandasýslu. (1) Svæðið markast af línu úr Stöð í Keflavík, um Kjöl (385 m y.s.), þaðan bein lína í Kóngshæð (402 m y.s.) og í Landamerkjahlein við Breið milli Breiðuvíkur og Vatnsdalsbótar. Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg. (2) Stórkostleg fuglabjörg, hin mestu við Norður-Atlantshaf. Vel grónar bjargbrúnir og heiðar. Fjöldi þjóðminja.

308. Hafnarvaðall í Örlygshöfn, Vesturbyggð (áður Rauðasandshr.), V-Barðastrandarsýslu. (1) Hafnarvaðall og Tungurif. (2) Leirur og skeljasandsfjörur, fjölskrúðugt lífríki.

309. Þórishlíðarfjall, Vesturbyggð (áður Bíldudalshr.), V-Barðastrandarsýslu. (1) Setlög með blaðförum í Þórishlíðarfjalli við Selárdal. (2) Meðal elstu minja um gróðurfar hérlendis á tertíer.

310. Geirþjófsfjörður, Vesturbyggð (áður Bíldudalshr.), V-Barðastrandarsýslu. (1) Geirþjófsfjörður innan Krosseyrartanga og Ófæruness. Að norðan ráða sýslumörk, að suðaustan hreppamörk og vatnaskil að sunnan. (2) Fjölbreytt og fagurt landslag, ríkulegur gróður, skóglendi.

311. Skaginn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Þingeyrarhreppi, V-Ísafjarðarsýslu. (1) Allur skaginn utan ræktaðs lands og þéttbýlis ásamt löndum Hrafnseyrar og Gljúfurár í Arnarfirði. Til austurs ráða mörk svæðis nr. 313 í fjallið Sjónfríð, þaðan lína í upptök Hofsár í Borgarfirði og með henni til sjávar. (2) Fjölbreytt landslag, gróðursælar hlíðar og dalir, umgirt stórskornu fjallendi. Framhlaup og jökulminjar. Hrafnseyri er fjölsóttur ferðamannastaður með söguminjum.

312. Ketilseyri í Dýrafirði, Þingeyrarhreppi, V-Ísafjarðarsýslu. (1) Jarðlög með plöntusteingervingum í norðurhlíð fjallsins Töflu, við bæinn Ketilseyri. (2) Einstæður fundarstaður plöntuleifa í rauðu millilagi frá tertíer.

313. Lambadalsfjall, Botn í Dýrafirði og Hestfjarðarbrúnir við Hestfjörð, Mýrahreppi, Þingeyrarhreppi, Súðavíkurhreppi, V- og N-Ísafjarðarsýslu. (1) Mörk að sunnan frá Bæjará fylgja hreppamörkum um fjallið Sjónfríð, þaðan liggja austurmörk eftir hreppamörkum í botn Hestfjarðar, þá eftir ströndinni í Vatnsdalsá í botni Seyðisfjarðar. Í Hestfirði fylgja mörk 300 m hæðarlínu að Lambagilsá, þaðan í Lambadalsskarð eftir Lambadalsá í Lambadalsodda. (2) Stórbrotið land, jökulhvilftir og árgljúfur. Fjölskrúðugur gróður, kjarr- og skóglendi. Söguminjar í Dýrafirði.

314. Holtsengi og Vöð í Önundarfirði, Mosvallahreppi, V-Ísafjarðarsýslu. (1) Fjörur og grunnsævi í innsta hluta Önundarfjarðar, innan Holtsodda, ásamt mýrlendi milli Þórustaða og óss Bjarnardalsár. (2) Fjölbreytt lífríki.

315. Botn í Súgandafirði, Seljalandsdalur og Tungudalur, Ísafjarðarkaupstað, Suðureyrarhreppi, V-Ísafjarðarsýslu. (1) Ysti hluti Botnslands ásamt hlíðum. Að norðan ráða sýslumörk að Gyltuskarði, þá eggjar Eyrarfjalls. Að sunnan frá Hafradal ráða hreppamörk að Botnsheiði, þá um Austmannafall og Hnífa yfir Tunguá við Tunguskóg og þaðan á Skíðaveg. (2) Fjölbreytt landslag, gil, ár og fossar. Sérstætt gróðurfar, vöxtulegur birkiskógur. Fundarstaður surtarbrands og annarra steingerðra plöntuleifa, meðal elstu minja um gróðurfar hérlendis.

316. Gil í Syðridal, Bolungarvík. (1) Surtarbrandslög við Gilsá upp af Syðridal. (2) Fundarstaður surtarbrands frá tertíer.

317. Fjörur í botni Skutulsfjarðar, Ísafjarðarkaupstað. (1) Fjörur í botni Skutulsfjarðar frá ósi Tunguár að vestan að syðri enda flugvallar á Skipeyri að austan. (2) Víðáttumiklar, lífauðugar leirur, mikið fuglalíf.

318. Arnarnes, Ísafjarðarkaupstað (1) Strandlengjan ásamt fjörum, frá Stóra-Bási í Skutulsfirði, um Arnarnes og inn fyrir Arnarneshamar. (2) Sérkennileg klettaströnd, lífauðug fjara og mikið fuglalíf.

319. Mjóifjörður, Súðavíkurhreppi (áður Reykjafjarðarhr.), N-Ísafjarðarsýslu. (1) Vestanverður Mjóifjörður, Heydalur, Gljúfradalur, Seljadalur og Látur, ásamt aðliggjandi fjalllendi. Suðurmörk liggja um Botnsfjall, Grímshól og í hreppamörk vestan Djúpavatns, þaðan um hreppamörk allt norður að Digranesi. (2) Fjölbreytt landslag, fagurt og gróskumikið kjarrlendi.

320. Botn Ísafjarðar, Súðavíkurhreppi (áður Reykjafjarðarhr.), N-Ísafjarðarsýslu. (1) Dalbotninn vestan hreppamarka upp að efstu klettabrúnum, frá Hestakleif suður á móts við Torfadal. (2) Sérstætt gróðurfar.

321. Reykjanes við Ísafjörð, Súðavíkurhreppi (áður Reykjafjarðarhr.), N-Ísafjarðarsýslu. (1) Allt nesið norðan Rauðagarðs. (2) Eitt mesta hverasvæði á Vestfjörðum. Sérkennilegar sjávarrofsmyndanir, sérstætt gróðurfar og fjölskrúðugt fuglalíf.

322. Vatnsfjarðarnes, Súðavíkurhreppi (áður Reykjafjarðarhr.), N-Ísafjarðarsýslu. (1) Vatnsfjarðarnes allt og fjörur norðan botns Vatnsfjarðar og Saltvíkur í Mjóafirði. Tilheyrir landi Vatnsfjarðar og Skálavíkur. (2) Fagurt og fjölbreytt land, sérstæðar sjávarrofsmyndanir.

323. Kaldalón, Ísafjarðarkaupstað (áður Snæfjallahr.), Hólmavíkurhreppi (áður Nauteyrarhr.), Strandasýslu. (1) Undirlendi, fjörur og grunnsævi sunnan og austan Lónseyrar og Jökulholts. (2) Fjölbreytt og mikilfenglegt landslag. Ýmsar berggerðir, jökulgarðar, óshólmar, leirur og surtarbrandur. Fjölskrúðugur gróður og dýralíf.

324. Snæfjallahreppur hinn forni, Ísafjarðarkaupstað (áður Snæfjallahr.). (1) Snæfjallahreppur hinn forni, utan Hornstrandafriðlands og svæðis nr. 323, Kaldalóns. (2) Fjölbreytt og mikilfenglegt landslag með hrikalegum fjöllum, ýmsum berggerðum, jökulgörðum og óshólmum. Fjölskrúðugur gróður og dýralíf.

325. Drangaskörð, Árneshreppi, Strandasýslu. (1) Hrikalegur klettarani austur úr Drangahálsi norðan Drangavíkur ásamt undirlendi. (2) Stórskorinn klettarani með djúpum skörðum, mótaður af rofi jökla frá ísöld.

326. Grásteinn (Silfursteinn), Árneshreppi, Strandasýslu. (1) Stór granítsteinn í landi Stóru-Ávíkur. (2) Talið er líklegt að steinninn hafi borist til landsins með hafís undir lok ísaldar.

327. Veiðileysa og Kaldbaksdalur, Árneshreppi, Kaldranahreppi, Strandasýslu. (1) Fjalllendið milli Veiðileysu og Kaldbaksdals ásamt honum. Að sunnan ræður lína úr Kaldbakshorni um Sandfell að þríhyrningamælistað (674 m) suðvestan við Hveratungu, þaðan um Strýtu að Bæjará. Norðurmörk fylgja Bæjará í botn Veiðileysu. Fjörur, strandlengja og grunnsævi frá ósi Bæjarár í Veiðileysu að Brimnesi undan Kaldbakshorni. (2) Stórskorið og margbreytilegt landslag. Sjávarlón.

328. Húsavíkurkleif, Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. (1) Opna í millilagi í blágrýtismyndun rétt við þjóðveginn nærri bænum Húsavík. (2) Fundarstaður plöntusteingervinga frá tertíer. Afsteypur og för eftir trjáboli.

329. Tröllatunga, Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. (1) Steingervingalög við Grýlufoss og í Hrafnsklettum í Tröllatungu við Steingrímsfjörð. (2) Setlög með steingerðum plöntum frá tertíer.

330. Mókollsdalur, Broddaneshreppi (áður Fellshr.), Strandasýslu. (1) Steingervingalög í Hrútagili í Mókollsdal, í landi Þrúðardals. (2) Setlög með steingerðum plöntum og skordýrum frá tertíer.

331. Nákuðungslögin við Bæ í Hrútafirði, Bæjarhreppi, Strandasýslu. (1) Malarkambur við Bæjará niður af Bæ. (2) Merk sjávarsetlög með skeldýraleifum frá nútíma. Lögin bera vitni um hærri sjávarstöðu á miðbiki nútíma, fyrir 4000-5000 árum.

332. Hergilsey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan öll. (2) Óbyggð eyja, fjölbreytt að landslagi, stuðlabergsmyndanir. Mikið og fjölskrúðugt fuglalíf. Söguminjar.

333. Stagley, Reykhólahreppi, A-Barðastrandasýslu. (1) Eyjan öll. (2) Mikið fuglalíf.

334. Klofningur við Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Klofningur er rétt vestan við Flatey. (2) Sérstætt landslag og mikið fuglalíf.

335. Diskæðarsker, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan tilheyrir Flateyjar-löndum. (2) Jarðfræðilega sérstæð eyja.

336. Langey við Flatey, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Eyjan tilheyrir Flateyjarlöndum. (2) Eyja með gróskumiklum gróðri og fjölbreyttu fuglalífi.

337. Oddbjarnarsker, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Lítil eyja um 11 km vestur af Flatey. (2) Sérstætt landslag, jarðhiti, auðugt lífríki. Söguminjar.

338. Barmahlíð við Berufjörð, Reykhólahreppi, A-Barðastrandarsýslu. (1) Hlíðin frá Hlíðarhálsi vestan megin við botn Berufjarðar, suður að Börmum. (2) Gróskumiklar blóma- og kjarrbrekkur.

339. Sauðeyjar, Vesturbyggð, V-Barðastrandasýslu. (1) Eyjaklasi undan Vatnsfirði, sunnan frá Flötuflögu norður fyrir Æðarsker. (2) Fagrar og sérstæðar eyjar hvað varðar landslag og lífríki.

340. Ketildalir í Arnarfirði, Vesturbyggð, V-Barðastrandarsýslu. (1) Mörk liggja frá Hólnatöngum sunnan Kópavíkur upp á topp Nyrðra-Lágnafjalls og þaðan til suðausturs um vatnaskil milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar. Í austri liggja mörk eftir vatnaskilum um Hest og Hvestunúp og þaðan niður í sjó við Gölt. Mörkin liggja að mestu um hreppamörk hins forna Ketildalahrepps (2) Sérkennilegt og óvenjulegt landslag. Grunnir dalir milli hárra, þverhníptra hamrafjalla, sem ganga fram undir sjó. Fallegar skeljasandsfjörur með auðugu fuglalífi.

341. Borgarey í Ísafjarðardjúpi, Súðavíkurhreppi, N-Ísafjarðarsýslu. (1) Borgarey öll ásamt hólma norðan við eyna. (2) Grösug eyja með fjölskrúðugu fuglalífi.

342. Strandlengjan frá Sýruvíkurgjá að Rauðuskriðu, Broddaneshreppi, Strandasýslu. (1) Svæði frá sjó að klettabrún, strandlengja, fjara og grunnsævi frá Sýruvíkurgjá í landi Broddadalsár að Rauðuskriðu í landi Skriðnesennis. (2) Strandlengja með fallegum jarðmyndunum, mikið fuglalíf og selalátur.

343. Hveravík, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. (1) Strandlengja, fjara og grunnsævi frá Reykjanesi að Akranesi. (2) Sérstætt dýralíf vegna jarðhita í sjó