Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Sækja um leyfi

Á flestum friðlýstum svæðum þarf leyfi Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdum, viðburðum eða kvikmynda- og ljósmyndaverkefnum. Sótt er um leyfi til Umhverfisstofnunar í gegnum þjónustugáttina. Stofnunin hefur sett sér málshraðaviðmið sem má kynna sér hér

Hvers vegna ríkir leyfisskylda?

Umhverfisstofnun fer með umsjón friðlýstra svæða að undanskildum Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvallaþjóðgarði og Breiðafirði. Í friðlýsingum svæða er m.a. kveðið á um hvað verið er að vernda, hvert markmið verndarinnar er og reglur um umferð og dvöl á svæðunum. 

Til að tryggja verndargildi svæðanna er, eftir þörfum, kveðið á um að tiltekin verkefni og/eða framkvæmdir séu óheimilar nema með leyfi Umhverfisstofnunar.

Við vinnslu umsóknar um er litið til ákvæða friðlýsingar, sérreglna og laga, stjórnunar- og verndaráætlana og laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Sérfræðingur Umhverfisstofnunar metur áhrif verkefnisins sem sótt er um á verndargildi svæðisins. Þegar um er að ræða áfangastaði ferðamanna þarf einnig að meta áhrif verkefna, t.d. kvikmyndagerðar, truflun og öryggi gesta.

Vinnsla umsóknar um leyfi til athafna á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar getur tekið nokkra virka daga. Umsækjendur eru hvattir til að senda inn umsókn með góðum fyrirvara, jafnt stórra sem smárra.

Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna úrvinnslu umsókna og fer skv. gjaldskrá Umhverfisstofnunar.