Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Hverastrýturnar í Eyjafirði

Umhverfisstofnun í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Hafrannsóknarstofnun, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit, Hafnarsamlag Norðurlands og umsjónaraðila svæðisins, vinna nú að endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hverastrýturnar í Eyjafirði.

Hverastrýturnar eru fyrstu náttúruminjar á hafsbotni sem eru friðlýstar. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður.

Yrstuvíkurstrýtur voru friðlýstar árið 2001. Strýturnar eru staðsettar á u.þ.b. 65 m dýpi og nær önnur upp á u.þ.b. 33 m og hin upp á u.þ.b. 15 m dýpi. Sérstaða strýtanna felst einnig í hæð þeirra sem er óvenjulega mikil.

Arnarnesstrýtur voru friðlýstar árið 2007. Strýturnar eru allt að 10 metra háar og standa á 25 - 45 metra dýpi. Verndargildi strýtanna felst einnig í fjölbreytileika þeirra og sérlega miklu lífríki sem hefur hátt vísinda-, fræðslu- og verndargildi.

Hér að neðan eru verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun fyrir verkefnið. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og vendaráætlun verði tilbúin vorið 2020.

Fólk er hvatt til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veitir Davíð Örvar Hansson, david.o.hansson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun