Dynjandi

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir

Mynd: Edda Kristín Eiríksdóttir

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Ísafjarðarbæjar, Minjastofnunar og Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna vinna nú að endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Dynjanda.

Dynjandi, ásamt öðrum fossum í Dynjandisá og umhverfi við Dynjandisvog, var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1981. Fossinn Dynjandi er rómaður fyrir formfegurð sína og svæðið hefur mikið aðdráttarafl en Dynjandi er einn fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á Vestfjörðum. Stærð hins friðlýsta er 644,9 ha.  

Nánar um hið friðlýsta svæði

Hér fyrir neðan er að finna samráðsáætlun fyrir verkefnið og fundargerðir. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

 Frekari upplýsingar veita:
 Sigrún Valgarðsdóttir, sigrun.valgardsdottir@umhverfisstofnun.is og Edda Kristín Eiríksdóttir, edda.kristin.eiriksdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000

Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

1. fundur samstarfshóps 22. september 2023

2. fundur samstarfshóps 14. desember 2023

3. fundur samstarfshóps 22. október 2024

Aukafundur hluta samstarfshóps 4. janúar 2024 

Fundargerðir samráðsfunda 

1. samráðsfundur - Skotvís 14. janúar 2024

2. samráðsfundur - Hestamannafélagið Stormur 19. janúar 2024

3. samráðsfundur - Ferðaþjónustun 5. febrúar 2024

4. samráðsfundur - Fiskistofa 27. febrúar 2024

5. samráðsfundur - Hafrannsóknastofnun 5. mars 2024

6. samráðsfundur - Samgöngustofa 11. apríl 2024