Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Starfsfólk Umhverfisstofnunar voru 73 um miðjan maí en eru nú 123 talsins. Hjá stofnuninni eru nú 50 sumarstarfsmenn sem er talsvert meira en undanfarin ár. Á hverju sumri koma til starfa landverðir yfir sumartímann og eru þeir að þessu sinni 13 talsins. Við það bætast svo aðrir sumarstarfsmenn sem koma í gegnum átak Vinnumálastofnunar og félagsmálaráðuneytisins.

Flestir eru starfsmennirnir úti á landi við vinnu á friðlýstum svæðum en einnig nokkrir sem sinna verkefnum, s.s. varðandi loftgæði, loftslagsmál og efnamál í Reykjavík.

Meðal verkefna að undanförnu má nefna gróðursetningu og lagfæringu stíga á Þingvöllum. Farið var með um 1000 plöntur, birki og víði, og var dugnaðurinn slíkur að kláraðist nánast á fyrsta degi. Þá var farið í að grjóthreins og lagfæra reiðstíga (Gjábakkastíg).

Í Viðey voru lagfærðir göngustígar við Kríusand og byggðar brýr yfir mýrar á 3 stöðum á Austureynni. Fólk í Viðey var himinlifandi yfir göngubrúnum og stígunum og viðraði þá hugmynd að fá hópinn aftur seinna í sumar.

Einnig hefur öflugur hópur verið að störfum í Esjunni við að laga göngustíga þar.