Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur útbúið vefeiningu sem sýnir loftgæði svifryks á þeim stöðum sem mælt er á landinu. Einingin uppfærir sig sjálfkrafa og sýnir styrk mælinganna og gefur til kynna hvort loftgæði séu góð, miðlungs eða slæm. Öðrum vefsíðum býðst nú að setja eininguna upp hjá sér að kostnaðarlausu. Vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli og nú síðast Grímsvötnum er viðbúið að loftgæði geti orðið slæm þegar öskuna tekur að fjúka. Á vefsvæði Umhverfisstofnunar er svo hægt að nálgast ítarlegri upplýsingar um loftgæði.

Slóðir á einingarnar og html-kóðar til að setja einingar inn á vefsvæði:

Höfuðborgarsvæðið:

Fljótshverfi:

Raufarfell (undir Eyjafjöllum):

Akureyri:

Einnig er hægt að fá einingu sem sýnir öll loftgæði (auk svifryks: brennisteinsvetni, brennisteinsdíoxíð og nituroxíð) og allar mælistöðvar: