Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf lögfræðings á sviði laga og stjórnsýslu. Í boði er starf hjá stofnun þar sem að leiðarljósi eru höfð fagmennska, traust og ábyrgð. 

Helstu verkefni lögfræðingsins verða lögfræðileg álit, leiðbeiningar og undirbúningur stjórnvaldsákvarðana á verkefnasviði stofnunarinnar, greining á löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismál og gerð tillagna um innleiðingu. Einnig er gert ráð fyrir umsögnum um stjórnsýslukærur, þingmál fræðsluverkefnum o.fl.

Gerð er krafa um kandídatspróf eða meistarapróf í lögfræði ásamt, góðri færni í íslensku, bæði ritaðri og talaðri sem og lipurð i mannlegum samskiptum.

Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:

  • Þekking á stjórnsýslurétti
  • Þekking á umhverfisrétti
  • Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu
  • Kunnátta í ensku og Norðurlandamáli 

Næsti yfirmaður lögfræðingsins er Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra  í síma 591 2000.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 22. ágúst 2011.