Stök frétt

Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar að undanförnu um að plastmerkingar vanti á plastumbúðir. Samkvæmt reglugerð um umbúðir og umbúðaúrgang ber að merkja allar plastumbúðir með skýrum og skilmerkilegum hætti til þess að auðvelda fyrir flokkun og endurvinnslu. Umhverfisstofnun hvetur fólk til þess að koma ábendingum á framfæri við Umhverfisstofnun ef slíkar merkingar vantar.

Flokkun úrgangs hefur aukist verulega á undanförnum árum og bjóða mörg sveitarfélög upp á endurvinnslutunnur en í öðrum sveitarfélögum hefur fólki boðist að kaupa sérstaklega slíkar tunnur. Sum móttökufyrirtæki taka ekki á móti ómerktum plastumbúðum. Til þess að auðvelt sé að flokka og endurvinna er mikilvægt að allar umbúðir séu merktar.

Umhverfisstofnun hvetur fólk til að flokka og endurnýta úrgang sem mest og framleiðendur og innflytjendur á plastumbúðum til þess að gæta þess að þær beri plastmerkingar.

Senda má ábendingar í gegnum vef Umhverfisstofnunar eða með því að senda tölvupóst á ust@ust.is.

Umhverfisstofnun á Facebook.