Stök frétt

10. júlí 2012 | 15:52

Starfsleyfi fyrir Sorpsamlag Strandasýslu

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu í landi Skeljavíkur, en þar er veitt heimild til að taka á móti allt að 500 tonnum af almennum úrgangi á ári til urðunar, úrvinnslu og geymslu.Umhverfisstofnun auglýsti tillöguna á tímabilinu 10. maí til 4. júlí 2012 og hún lá frammi á skrifstofu Strandabyggðar á sama tíma. Ein athugasemdir barst stofnuninni á auglýsingatíma og hefur henni verið svarað með greinargerð sem fylgir fréttinni. Nýja starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 10. júlí 2028.