Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Þann 29 nóvember sl. gaf Umhverfisstofnun út leyfi til Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar örverur á tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Um er að ræða rannsóknir á mæði-visnuveiru og herpes hestaveiru. Tilgangur rannsóknanna er annars vegar að rannsaka eðli og eiginleika mæði-visnuveirunnar og hins vegar að þróa bóluefni við sumarexemi í hrossum og til rannsókna á sýkiferli. Umsagnaraðilar voru Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera og reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, og er veitt til 10 ára.

Tengt efni