Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Fuglar
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2013. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 18 umsóknir að upphæð tæplega 50 milljónir króna. Til úthlutunar voru samtals 29,3 milljónir króna.

Umsóknirnar voru sendar til umsagnar hjá Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði 3. mgr. 11. gr. laga 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð fékk Umhverfisstofnun álit frá ráðgjafarnefnd um úthlutanir úr sjóðnum. 

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði:

  • Háskóla Íslands, krónur 2.150.000 til verkefnisins: Mynstur í framleiðni grágæsa á landsmælikvarða á Íslandi.
  • Háskóla Íslands, Líf- og umhverfisvísindastofnun, krónur 3.000.000 til verkefnisins: Fækkun íslenskra sjófugla: talningar í fjórum stærstu fuglabjörgum landsins 2013. 
  • Melrakkasetri Íslands, krónur 3.450.000 til verkefnisins: Hvað eru refirnir að éta? — fæða íslenskra melrakka að vetrarlagi.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.100.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 10.000.000 til verkefnisins: Vöktun rjúpnastofnsins og afrán fálka á rjúpu.
  • Náttúrustofu Austurlands, krónur 2.000.000 til verkefnisins: Vetrartaling íslenska hreindýrastofnsins.
  • Náttúrustofu Suðurlands, krónur 3.350.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2013. Vöktun viðkomu, fæðu, líftala og könnun vetrarstöðva.
  • Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, krónur 2.240.000 til verkefnisins: Stofnlíkan fyrir rjúpu. 
  • Verkís, krónur 2.000.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa.