Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri ehf. í Haukamýragili, Norðurþingi. Sótt er um aukið fiskeldi á staðnum og gerir tillagan ráð fyrir starfsleyfi til að framleiða samanlagt allt að 450 tonn árlega af bleikju til manneldis og laxaseiðum til flutnings í aðrar stöðvar. Leyfið á að gilda til fiskeldis en ekki til slátrunar. 

Til að taka á frárennslismálum á staðnum lagði rekstraraðili fram áætlun sem Umhverfisstofnun samþykkir með smávægilegum breytingum að leggja fram í starfsleyfistillögunni. 

Ekki er áformað að boða til almenns kynningarfundar (borgarafundar) um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað. Í meðfylgjandi greinargerð er ítarlega gerð grein fyrir málsmeðferð Umhverfisstofnunar við vinnslu málsins. 

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Norðurþings, Húsavík, á tímabilinu 3. apríl til 29. maí 2013. Tillöguna má einnig nálgast hér fyrir neðan.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 29. maí 2013.