Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt námskeið um gerð áhættumats fyrir sund- og baðstaði 14. nóvember sl. á Grand hótel. Var það haldið í kjölfar útgáfu öryggishandbókar um sund- og baðstaði sem m.a. fjallar um framkvæmd áhættumats en skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum skal framkvæma áhættumat fyrir staðina m.t.t. öryggis baðgesta. 

Herdís Storgaard, höfundur bókarinnar var leiðbeinandi um gerð áhættumats en um 75 manns tóku þátt í námskeiðinu, þ.á.m. forstöðumenn og starfsmenn sund- og baðstaða og heilbrigðisfulltrúar. Þátttaka var vonum framar, fræðandi umræður einkenndu daginn og námskeiðið í heild vel heppnað.