Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Höfundur myndar: Kristinn Már Ársælsson

Ný dagsetning kynningarfundar og framlengdur athugasemdafrestur vegna tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU Umhverfisstofnun hefur vegna óviðráðanlegra orsaka fellt niður kynningarfund sem áætlað var að halda fimmtudaginn 15. maí næstkomandi kl. 17 í Listasal Mosfellsbæjar. 

Kynningarfundurinn verður þess í stað haldinn þriðjudaginn þann 27.maí næstkomandi kl. 17 á sama stað, eða í Listasal Mosfellsbæjar. Í framhaldi af því hefur Umhverfisstofnun með samþykki SORPU tekið ákvörðun um að framlengja áður auglýstan athugasemdafrest vegna tillögu að starfsleyfi fyrir SORPU, um eina viku. 

Nýr frestur til að skila inn athugasemdum um tillöguna er til 10.júní næstkomandi.

Tengt efni