Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Hávaði getur haft skaðleg áhrif á börn, t.d. á heyrn þeirra og athygli. Huga þarf að hávaða í umhverfi barna, hvort sem er heima eða að heiman. Sumum hávaða er ekki komist hjá en hægt er að draga úr hávaða með því að vera vakandi fyrir hávaðavöldum í umhverfinu. 

Fjölmörg úrræði eru til að draga úr hávaða, s.s. hljóðeinangrun, breytt uppröðun í rými og aðlögun dagskipulags. Góð ráð til að draga úr hávaða í umhverfi barna er að finna í leiðbeiningum Umhverfisstofnunar og hafa þær verið sendar á alla leik- og grunnskóla landsins.

Rætt var um hávaða og börn í Mannlega þættinum á Rás 1 miðvikudaginn 3. september 2014. Þar ræddi Guðrún Gunnarsdóttir við Katrínu Hilmarsdóttur, sérfræðing í hollustuháttum hjá Umhverfisstofnun. Viðtalið hefst á 17 mínútu.