Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Vel sóttur fundur var á Veðurstofunni í gær um áhrif og eðli brennisteinsdíosxíðsmengunarinnar og hér má sjá upptöku frá honum. Fullt var í salnum og um 400 manns fylgdust með fundinum í beinni útsendingu á vefnum. Á fundinum komu fram bæði gagnlegar og fræðilegar upplýsingar um mengunina frá Veðurstofunni, Umhverfisstofnun, Sóttvarnalækni, Vinnueftirlitinu og Almannavörnum. 

Markmið fundarins var að miðla upplýsingum um gasmengunina til fulltrúa sveitarfélaga um land allt, heilbrigðisfulltrúa, almannavarnanefnda og annarra sem málið varðar. Einnig að samhæfa skilaboð til almennings og hvetja sveitarfélögin og stofnanir þeirra til þess að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélaganna. 

Fundurinn svaraði fjölmörgum fyrirspurnum sem hafa borist þessum stofnunum síðan gosið hófst. Erindin eru stutt, auðskiljanleg en fróðleg og vel þess virði að gefa sér tíma í að kynna sér það sem fram kemur.

Dagskrá fundarins: 

  • Almannavarnir, Víðir Reynisson, deildarstjóri
                 Stutt kynning á efni fundarins 
  • Veðurstofan, Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur
                 Spákort, spálíkön, dreifing mengunar og breytingar sem fylgja vetrinum. 
  • Umhverfisstofnun, Vanda Úlfrún Liv Hellsing, umhverfis- og auðlindafræðingur
                 SO2 taflan, Loftgæði.is, mælingar og nýir mælar og staðsetning þeirra. 
  • Sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir
                 Áhrif SO2 á heilsu 
  • Vinnueftirlit ríkisins, Víðir Kristjánsson, deildarstjóri
                 Rétt viðbrögð við SO2 mengun í atvinnulífinu.