Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Sæfivörur eru fjölbreyttur hópur efnavara sem innihalda eitt eða fleiri virk efni sem ætlað er að eyða hættulegum lífverum, bægja þeim frá eða gera þær skaðlausar. Dæmi um sæfivörur eru skordýraeitur og viðarvarnarefni. Þann 22. september s.l. tók ný reglugerð um sæfivörur gildi hér á landi en samkvæmt henni þarf að áhættumeta allar sæfivörur og þurfa þær sérstakt markaðsleyfi á Íslandi. Reglugerðin samræmir reglur  í Evrópu um sæfivörur og stuðlar að betri gæðum sæfivara. Auk þess er reglugerðin mikilvægur hlekkur í efnalöggjöfinni sem hefur það meginmarkmið að stuðla að vernd heilsu manna, dýra og umhverfis.

Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu stofnunarinnar.