Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út þrjú starfsleyfi fyrir bikbirgðastöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði, Reyðarfirði og Sauðárkróki.

Bikbirgðastöðvar eru olíubirgðastöðvar samanber skilgreiningu á olíu sem fram kemur í reglugerð nr. 35/1994, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Engu að síður er minni mengunarhætta af stöð sem eingöngu geymir olíuefni til malbiks- og olíumalarframleiðslu en af venjulegri olíubirgðastöð. Tekið er tillit til þess með því að flokka þær í 4. eftirlitsflokk (samkvæmt reglugerð nr. 1288/2012) sem þýðir að nægjanlegt er að fara í eftirlitsferðir í þær annað hvert ár. Aðrar olíubirgðastöðvar sem hafa geymarými fyrir 50 m3 eða meira af olíu eru undir meira eftirliti.

Tillögurnar voru allar auglýstar á tímabilinu 12. janúar til 9. mars 2015. Engar athugasemdir bárust um tillöguna og var leyfið því gefið út svo gott sem óbreytt frá auglýstri tillögu, nema hvað ákvæði um frágang birgðageyma var lítillega breytt. Starfsleyfin gilda til 19. mars 2031.

Tengd gögn