Stök frétt

Komin er út reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Í reglugerðinni er heimagisting skilgreind sem gisting á lögheimili einstaklings eða einni annarri fasteign í hans eigu sem hann hefur persónuleg not af.  Einstaklingum er heimilt að leigja út heimili sitt eða aðra fasteign sem viðkomandi hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess þurfa að sækja um rekstrarleyfi.

Heimagisting verður valkostur fyrir þá, sem vilja leigja út lögheimili sitt eða aðra fasteign sem það hefur til persónulegra nota  (t.d. sumarbústað) til styttri tíma. Sá sem hyggst leigja út samkvæmt heimagistingu má gera það að hámarki í  90 daga á almanaksárinu.

Heimagisting er starfsleyfisskyld samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Einstaklingar sem ætla að bjóða upp á heimagistingu þurfa að skrá sig hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur í þessum tilgangi opnað nýjan vef, www.heimagisting.is . Við skráningu ber viðkomandi aðila að staðfesta að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar.

Reglugerð nr. 1277/2016 er að finna hér: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=7b2e5340-6ca8-4607-991c-dce6bee0b326