Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur brugðist við ófremdarástandi sem skapaðist á gönguleið við Gullfoss þegar mikil vætutíð og umferð ferðamanna leiddi til þess að hluti göngustíga við fossinn breyttist í drullusvað í síðustu viku.

Búið er að aka sex vörubílshlössum af harpaðri möl í stígana og verja umhverfið eins vel í bili og kostur er, að sögn Lárusar Kjartanssonar sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, en hann hafði eftirlit með framkvæmdunum.

Gullfoss er í hópi helstu segla Íslands í komum erlendra ferðamanna til landsins.

Myndin sem fylgir fréttinni er af svæðinu fyrir ofan stigann við Gullfoss og er tekin eftir að nýja efninu hafði verið sett í göngustígana.