Stök frétt

Umhverfisstofnun og Gullfosskaffi hafa undirritað samkomulag um að vinna saman að verndun friðlandsins við Gullfoss. Umhverfisstofnun fer með umsjón, rekstur og eftirlit í friðlandinu. Gullfosskaffi stendur að veitingasölu við friðlandsmörk. Megin markmið samkomulagsins er að starfsemi Gullfosskaffis miði að því að viðhalda verndargildi og markmiðum verndunar svæðisins.

Aðilar samkomulagsins, Umhverfisstofnun og Gullfosskaffi, munu leggja sig fram um að gæta hófs við notkun hreinsiefna, flokka úrgang, nota umhverfisvottuð hreinsiefni, pappír og málningu og skapa snyrtilegt, skilvirkt og fræðandi umhverfi og jákvæða ásýnd svæðisins.

 

Á myndinni eru Svavar Njarðarson fyrir hönd Gullfosskaffis og Lárus Kjartansson fyrir hönd Umhverfisstofnunar.