Stök frétt

Þriðjudaginn 4. apríl sl. hélt Umhverfisstofnun opinn kynningarfund um nýja gagnagátt fyrir úrgangstölur.  Um er að ræða tölur yfir magn, tegundir og ráðstöfun þess úrgangs sem fellur til í landinu og eru það fyrirtæki, sveitarfélög og aðrir aðilar sem eru með starfsleyfi til að meðhöndla úrgang sem skila gögnunum inn.  Til þessa hefur gagnasöfnunin farið fram með innsendum eyðublöðum en nú vill stofnunin færa sig til nútímans og hefur útbúið rafræna gátt til að taka á móti gögnunum. Á fundinum var farið yfir tilganginn með söfnun þessara gagna, virkni og notkun gagnagáttarinnar sýnd og tekið við spurningum fundarmanna.  Fundinn sóttu á þriðja tug þátttakenda, um helmingur mætti í starfsstöð Umhverfisstofnunar í Reykjavík og um helmingur tók þátt í gegnum vefútsendingu.  

Fundurinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptöku af fundinum hér:

https://youtu.be/R_EvAGhmtrQ