Stök frétt

Það þyrfti næstum heila jörð í viðbót til að mæta því neyslustigi sem er í heiminum árið 2017. Í ár var 2. ágúst skilgreindur sem dagur þolmarka jarðarinnar, sá dagur ársins sem við höfum fullnýtt auðlindir jarðarinnar á sjálfbæran hátt fyrir árið 2017. Það þýðir að alla daga ársins sem eftir eru göngum við á auðlindir og umhverfi með ósjálfbærum hætti. 

Á vefsíðunni http://www.overshootday.org/ má finna ýmsar upplýsingar um hvernig mannskepnan getur minkað eigið vistspor. Einnig er hægt að reikna út hvenær á árinu við förum yfir okkar eigin dag þolmarka gagnvart umhverfinu og hvernig má sporna við þessari þróun.