Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Advanced Marine Services Limited vegna framkvæmdar við skipsflakið Minden, sem var þýskt gufuknúið fraktskip, sem sökk 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Um er að ræða leit að verðmætum í skipsflakinu. Starfsleyfið er veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Starfsleyfinu fylgir greinargerð

Helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu voru send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór fram, sjá nánar í greinargerð. Opinber auglýsing starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 14. ágúst til og með 15. september sl. Hægt var að gera athugasemdir við tilllöguna á sama tímabili. Sjá nánar hér: https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2017/08/15/Auglysing-starfsleyfistillogu.

Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar.