Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. til reksturs spilliefnamóttöku í Gufunesi, 112 Reykjavík. Efnarás ehf. rak áður spilliefnamóttöku að Klettagörðum 9. Húsnæði það er Efnarás ehf. hefur nú starfsemi í hýsti áður Efnamóttökuna og var hanna til móttöku og meðhöndlun spilliefna.

Eins og fram kom í umsögn Umhverfisstofnunar um meðfylgjandi matskyldufyrirspurn fyrir framkvæmdina mun frá fyrirtækinu helst stafa mengunarhætta ef leki kemur að umbúðum eða ílátum er innihaldi spilliefni. Því er lögð áhersla áherslu á að notast verði við traustar, lekaheldar umbúðir fyrir geymslu spilliefna, einnig þeirra efna sem geymd verða í gámum á svæðinu. Auk þess undirstrikaði stofnunin að öll meðhöndlun spilliefna þurfi að fara fram þar sem frárennsli er í söfnunarþró. Að öðru leyti sagði í umsögninni að framkvæmdin sé ekki líkleg að hafa í för með sér veruleg umhverfisáhrif og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í starfsleyfistillögunni eru ákvæði sem tryggja að ofangreint sé í lagi.

Starfsleyfistillagan ásamt umsóknargögnum frá rekstraraðila og niðurstaða matskyldufyrirspurnar verður aðgengileg á vefsíðum Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar á tímabilinu 20. september til 22. október 2018. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar til Umhverfisstofnunar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. október 2018.

Tillaga að starfsleyfi
Matsskylduákvörðun
Umsóknargögn