Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsti  lokun á svæðinu við Fjaðrárgljúfur 27. febrúar  síðastliðinn í tvær vikur. Ljóst er að ástand göngustígs og gróðurs við Fjaðrárgljúfur hefur ekki batnað frá því skyndilokunin tók gildi.

Vegna verulegrar hættu á tjóni hefur Umhverfisstofnun því ákveðið að framlengja lokunina við Fjaðrárgljúfur til 1. júní næstkomandi,  að höfðu  samráði við sveitafélagið Skaftárhrepp, landeigendur, hagsmunaaðila og með staðfestingu ráðherra samkvæmt 25. gr. a. laga um náttúruvernd. Ef svæðið verður í stakk búið til að taka á móti gestum án þess að hætta sé á frekari skemmdum, verður svæðið opnað fyrr.

Stofnunin biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum til viðskiptavina og brýna mikilvægi þess að lokanir á náttúruverndarsvæðum séu virtar. Ferðaþjónustan og stofnanir sem fara með umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða þurfa að standa saman vörð um náttúruna.

Lokunin tekur gildi klukkan 09 á morgun, 13. mars.

 

Fjaðrárgljúfur Closed

The Environment Agency of Iceland has closed Fjaðrárgljúfur canyon in South East Iceland due to damage vegetation alongside a trail. The area is a naturally protected and is number 703 on the list of natural features in Iceland. The area will be closed off until June 1st. 2019.

Entering the area is strictly forbidden. Please help us to protect the nature and respect closing in nature conservation areas.