Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Eitt af því sem betur má fara í umhverfismálum er hvað við leyfum okkur að setja í klósettið með þeim afleiðingum að mengun hlýst af í hafi. Blautklútar eru sérstakt vandamál en veruleg aukning hefur orðið á magni þeirra í skólpi. Að gefnu tilefni vill Umhverfisstofnun árétta nú þegar dagur hafsins er á morgun, að blautklútar eiga ekki erindi í salernisskálar og sama á við um margt annað sem Íslendingar sturta niður.

Njótið dags hafsins á morgun – með umhverfisvænum hætti!