Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist tilkynning um flutning á afmarkaðri starfsemi erfðabreyttra músa á vegum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Ráðgert er að flytja starfsemina í rannsóknarhúsnæði ArcticLAS ehf. að Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Öll rannsóknaraðstaða á Krókhálsi er nýrri og talin vera betri en sú sem var nýtt í húsnæði Háskóla Íslands að VRIII, að Hjarðarhaga 2-6 107 Reykjavík.

ArcticLAS ehf. hefur leyfi fyrir sambærilega afmarkaða notkun erfðabreyttra músa í sínu rannsóknarhúsnæði en sú starfsemi fellur einnig í afmörkunarflokk 2 og er með sama áhættumat.

Leitað hefur verið álits Vinnueftirlitsins og ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur og mun Umhverfisstofnun auglýsa ákvörun sína um breytingu starfseminnar innan skamms. Þá verður einnig kallað eftir uppfærðu áhættumati og viðbragðsáætlun vegna flutninganna.